Besti kosturinn í stöðunni! Hennar tími er kominn!

Ég fagna því mjög, ef Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra fram að kosningum, betri kostur er ekki í stöðunni.  Jóhanna hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðinna að hún er sannur jafnaðarmaður, heiðarlegur og réttsýnn stjórnmálamaður.  Ég treysti engum betur enn henni til að standa vörð um heimilin í landinu, hreinsa til í Seðlabankanum og taka til hendinni við þau verk sem nauðsynlega þarf að vinna!  Nú get ég aftur sagt með stolti: ÉG ER SAMFYLKINGARMAÐUR!


mbl.is Jóhanna næsti forsætisráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

og þú trúir ennþá á baktjaldarmakk, hnífstungur og að hrossakaup séu framtíðin fyrir íslensk stjórnmál?

Talandi um klækjastjórnmál. 

en síðan verð ég að spyrja. hversu margir flokkar mynda kosningarbandalagið Samfylkinguna? 

Fannar frá Rifi, 27.1.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Nei, Fannar minn, ég trúi ekki á baktjaldarmakk, hnífstungur og hrossakaup, en því miður er alltaf eitthvað um það í stjórnmálum, mér dettur fyrst í hug Framsóknarflokkurinn, held að minn flokkur sé einna skástur hvað þetta varðar. 

Samfylkingin er að sjálfsögðu aðeins einn flokkur, þó finna megi smá áherslumun innan hennar eins og allra flokka.  Það er nú langt í frá eining innan þíns flokks, spái því reyndar að tveir Sjálfstæðisflokkar muni bjóða fram í vor.  Ekki nema vinstri stjórnin lími þá saman fram yfir kosningar!

Egill Rúnar Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 01:44

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei. Egill. núna ertu jafnblindur og menn saka okkur ungliðana í sus um að vera blindir Freedman.

Samfylkingin sundurtætt. hver er t.d. varaformaður hennar? er það Össur sem hefur allt kjörtímabilið verið tekið sem slíkur? 

eða er það maðurinn sem er búinn að leiða uppreisn gegn Ingibjörgu í hennar fjarveru? 

og hvenær var Dagur B. kosinn á þing? 

hrossakaup og baktjaldar makk. ekki sérðu Hönnu Birnu þarna. 

Fannar frá Rifi, 27.1.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband