GLÆSILEGT!! Er í skýjunum með þetta! Tvöföld ánægja í dag.

Ef að mínir menn spiluðu svona í hverjum leik, þá væri gaman að lifa, það var bara eitt lið á vellinum og það bæði fyrir og eftirr brottrekstur Franks Lamparts.  Ef við höldum áfram á þessari braut þá hömpum við titlinum eftir 18 ára bið!  Sama bið og hjá VG!

En ég fagna því einnig að í dag tók ný ríkisstjórn við völdum og fyrsta konan sem forsætisráðherra Íslands orðin staðreynd en meira um þau mál síðar.


mbl.is Torres tryggði Liverpool sigur á Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

glæsilegur sigur á góðum degi :)  

Okkar menn góðir  á öllum vígstöðvum

Óskar Þorkelsson, 1.2.2009 kl. 18:49

2 identicon

Horfðir þú á þennan leik?

Þú segir að ef að Liverpool spilar svona vel í hverjum leik þá væri gaman að lifa.

Ef að þetta er góður fótbolti á þinn mælikvarða þá legg ég til að þú finnir þér annað áhugamál

Jónþór Eiríks (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 19:05

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Farðu ekki að gráta "Jónþór"!

Páll Geir Bjarnason, 1.2.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Er ekki allt í lagi með þig Jónþór!! Ég horfði á leikinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það var bara eitt lið á vellinum!  Mínir menn hefðu að vísu átt að vinna leikinn 5 eða 6 núll, en nýttu færin ekki nógu vel, en spilamennska Liverpool var mjög góð í þessum leik yfir heildina litið.  Held það séu frekar menn eins og þú sem að ættu að hætta að tjá sig um fótbolta!!

Egill Rúnar Sigurðsson, 2.2.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband