Að sjálfsögðu er ekki hægt að útiloka það að nýju framboðin nái mönnum á þing þó að þau séu að mælast lág í skoðanakönnunum. Hins vegar verður það að teljast fremur ólíklegt eins og staðan er í dag.
Það kemur mér sannarlega ekki á óvart að ný framboð eigi ekki upp á pallborðið núna. Fólk sér einfaldlega ekki neina lausn í því að fjölga stjórnmálaflokkunum sem sitja á Alþingi. Í því brothætta og óvissa ástandi sem samfélagið glímir við í dag er betra að hafa stærri og færri flokka, til að takast á við þau miklu verkefni sem framundan eru, s.s. að bjarga heimilum og fyrirtækjum.
En varðandi úrslitin úr prófkjörum flokkana, sem komin eru, verð ég að segja að ég bjóst við meiri endurnýjun, ef mið er tekið af umræðinni í þjóðfélaginu að undanförnu. En endurnýjunin er þó svolítil. Mér sýnist þegar á allt er litið gætu komið 23-26 nýjir þingmenn eftir kosningar, sem verður nú að teljast viðunandi.
Það sem vakti hins vegar sérstaka athygli mína og ég vil leyfa mér að segja ákveðna undrun einnig, voru úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það er einkum tvennt sem kom mér á óvart, annarsvegar það, að í fyrstu sex sætunum (en skv. skoðanakönnunum fá þeir ekki nema sex menn í Reykjavík) eru engir nýliðar, hér eru um að ræða þá Illuga Gunnarsson í 1. sæti, Guðlaug Þór Þórðarson í 2. stæti, Pétur H. Blöndal í 3. sæti, Ólöf Nordal í 4. sæti, Sigurður Kári Kristjánsson 5. sæti og Birgir Ármannson í 6. sæti. Sami karlalistinn þar á ferð! Hinsvegar kom mér á óvart að þau öfl sem kennd hafa verið við frjálshyggjuarm flokksins unnu góðan sigur og er ég þá sérstaklega með þá tvímenninga í huga, Sigurð Kára og Birgir Ármannsson, eða Davíðs æskuna eins og einhver kýs að kalla þá. Þessi niðurstaða flokksins getur varla gagnast honum vel, þ.e. fylgið mun ekki sópast að honum!
Ekki hægt að afskrifa neina lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.3.2009 | 16:30 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.