Hann hefur tekið hlutverkið full alvarlega! Ætti að kunna margar góðar flóttaaðferðir úr Prison Break, sem eru mínir uppáhalds þættir. Vona að þetta bitni ekki á þáttunum, sem eru frábærir, en ég bíð spenntur eftir næstu seríu, sem byrjar á stöð 2 11. nóvemner nk.
En að öllu gamni slepptu, þá er það náttúrlega ekkert gamanmál að keyra ölvaður og hvað þá að vera valdur að dauða einhvers fyrir vikið. Hlítur að vera skelfilegt fyrir manninn að "lenda í þessu", en hann getur ekki kennt neinum nema sjálfum sér um.
Leikari í Prison Break dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2007 | 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður fer nú að verða svolítið leiður á þessum fréttum af þessu átakanleg máli, sem "McCann málið" er. Fram að þessu hef ég fylgst með öllum fréttum af þessu máli í von um að stúlkan finnist og einhver botn fáist í málið. En því miður er ég orðinn ansi vonlítill um það og er satt að segja orðinn svolítið þreyttur á að fylgjast með þessari sorgarsögu.
Ég hef aldrei trúað því að foreldrar Madalene hafi á einhvern hátt átt þátt í hvarfi dóttur sinnar og er enn sama sinnis. Rannsóknin sem foreldrarnir létu gera á tvíburunum, sem sýndi fram á að þeim hafi ekki verið gefið svefnlyf, eins og haldið var fram af portúgölskum fjölmiðlum, styrkti mig í þeirri trú.
Frá upphafi hef ég efast um hæfni portúgölsku lögreglunnar í þessu máli. Þar af leiðandi koma þessar ásakanir um galdraofsóknir mér ekki á óvart. "Galdraofsóknir" er hins vegar kannski of sterkt að orði kveðið, en ég hef sterka tilfinningu fyrir því að ekki sé allt með felldu, hvað varðar rannsókn málsins og þátt portúgskra fjölmiðla.
McCann-hjónin fórnarlömb hræðilegra galdraofsókna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.10.2007 | 23:39 (breytt kl. 23:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður sem leitað var eftir umferðarslys reyndist heill á húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.10.2007 | 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef fyrir því öruggar heimildir úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins að þau Hanna Birna, Gísli Marteinn og Þorbjörg Helga hafi setið á svikráðum gagnvart Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fráfarandi borgarstjóra. Ætlunin var að koma honum frá, með tilbúnum ágreiningi um OR, kasta Binga út og hefja samstarf með VG. Allt var þetta gert að áeggjan og með samþykki Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Þremeningarnir náðu svo samkomulagi við Svandísi Svavarsdóttur um myndun nýs meirihluta. Þau gátu hins vegar ekki komið sér saman um hvert þeirra ætti að verða nýr Borgarstjóri og þar fyrir utan féllst Geir Haarde formaður ekki á þennan ráðahag og því fór sem fór.
Nú logar allt stafna á mili í flokknum, vegna þessa og margir vilja lýsa vantrausti á þá þremenninga. Mörgum finnst sem þau séu hinir raunverulegu svikarar og í raun eðlilegt að Bingi hafi leitað annað, þegar hann hafði af þessu ávinning.
Hanna Birna upplýsti um hvers vegna borgarstjórnarsamstarfið brast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.10.2007 | 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Borgarstjórinn fráfarandi, kom skelfilega út úr Kastljósinu á RUV í kvöld. Það var hreinlega pínlegt að horfa á karlgreyið. Nú verður valdamiklum andstæðingum hans í flokknum væntanlega af ósk sinni, að hann segi af sér em leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Borginni og annar maður taki við.
Hvort sem hann sá umræddan minnismiða eða ekki skiptir í raun ekki máli, hvernig sem á málið er litið hefur hann sýnt af sér fádæma getuleysi í því mikilvæga embætti, sem Borgarstjóraembættið er. Að leggja sig ekki fram um að kynna sér alla málavexti og gögn, sem varða tugmilljarða fjárfestingar er ekki í lagi, svo ekki sé meira sagt. Maður getur samt ekki annað en hálfpartinn vorkennt karlgreyinu, örugglega vænsti maður þrátt fyrir allt.
Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.10.2007 | 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki slæm niðurstaða fyrir hinn nýja meirihluta. Samfylkingin og VG væru nálægt því að ná hreinum meirihluta. Það yrðu góðar niðurstöður í næstu kosningum, tveggja flokka félagshyggjustjórn, sem byggði algjörlega á almannahagsmunum.
Það sem kemur mér hins vegar mjög á óvart í þessari könnun, er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki tapa nema um 3% frá síðustu kosningum, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið! Ég veit ekki hvað flokkurinn þarf eiginlega að gera af sér til að missa traust! Það er munur að eiga svona trygga fylgendur, ég segi nú ekki annað en það!
Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.10.2007 | 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Já mér finnst þetta líka kyndugur samningur og ekki eðlilegur. En ég leyfi mér að benda á að Sjálfstæðismenn fóru með stjórn borgarinnar og eru þar með ábyrgir. Þeir hafa þá einfaldlega ekki staðið sig í stykkinu. Ef um einhvern upplýsingaskort var að ræða þá áttu þeir að ráða bót á því, ábyrgðin er á endanum þeirra!!
Tuttugu ára skuldbinding ekki kynnt fyrir borgarfulltrúum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.10.2007 | 14:57 (breytt kl. 14:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég held að Sjálfstæðismenn sem styðja Vilhjálm (Geirsarmurinn) ættu að fara að beina reiði sinni að réttum aðilum, það er svokölluðum Björnsarmi (kenndum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra). Það voru þeir sem að snerust gegn Vilhjálmi sem leiddi á endanum til þess að meirihlutinn féll, sem fáir gráta reyndar að ég held. Gísli Marteinn og félagar í Björnsarmi gráta krókódílatárum! Kannski þó einkum þessum sem myndin er af!
Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.10.2007 | 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hlít að fagna því að minn flokkur, Samfylkingin, muni nú gegna forystuhlutverki við stjórn Reykjavíkurborgar, þegar minn maður, Dagur B. Eggertsson, verður borgarstjóri. Hins vegar hefði ég gjarnan viljað sjá Björn Inga og Framsókn utan stjórnar, en því miður er það ómögulegt. Eini möguleikinn til að mynda starfhæfan meirihluta án Sjálfstæðisflokksins er með aðild alla hinna flokkana. Því verður einfaldlega svo að vera.
Sjálfstæðismenn fara nú mikinn í gagnrýni á Björn Inga og telja hann hinn mesta svikara. Ekki ætla ég nú að fara að verja hann, en ég held að þeir ættu nú frekar að líta í eigin barm. Ef þeir vilja endilega kenna einhverjum um að meirihlutinn sprakk, þá ættu þeir að kenna sjálfum sér um. Logandi innanflokksátök hafa verið í flokknum, sem leiddu í raun á endanum til þessarar niðurstöðu. Hvenær hefur það áður gerst í flokknum að allir borgarfulltrúar flokksins fundi með forystunni án þess að Borgarstjórinn þeirra sé með á fundinum!! Flokkurinn var einfaldlega ekki lengur stjórnhæfur í Borginni.
Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.10.2007 | 22:23 (breytt kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Villi borgarstjóri og Bingi, hans hundtryggi aðstoðarmaður, misreiknuðu sig illilega í þetta skipti, og svo sem ekki í fyrsta sinn. Þeir töldu sig geta komist upp með það að ota sínum tota, hygla sér og sínum, haga sér eins og kongar í ríki sínu.
En í stað þess að láta þá kumpána fjúka, eins og réttast hefði verið, var gerð "sátt" um að fórna stjórnarformanninum og selja hlut borgarinnar í REI! Kattarþvottur, segi ég. Væri þá ekki réttara að bíða og sjá og hugsanlega selja þá á mun hærra verði? Nei áfram á að færa auðmönnum almannaeigur á silfurfati á kostnað almennings!
Ég bíð spenntur eftir að sjá næstu skoðanakönnun á fylgi flokkana í Borginni. Það er ekki bara í þessu máli sem Villi og Bingi hafa klúðrað málum og sýnt af sér einkennilega "stjórnvisku" svo ekki sé meira sagt, svo sem spilavítismálið, kælirinn í Austurstræti, lóðamál ofl.
Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.10.2007 | 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1088
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar