Áfall fyrir Clinton ef Satt reynist.

Ef það er rétt að Ted Kennedy, öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts, styðji Obama, er það ákv. áfall fyrir Hillary Clinton og þá að sama skapi vatn á millu hans.  Einnig vó það þungt á vogarskálunum fyrir Obama að þáttastjórnandin frægi, Oprah, sem hefur reyndar fengið bágt fyrir hjá mörgum konum, lýsti yfir stuðningi við hann.
 
Sem stuðningsmaður Hillary Clinton, er ég auðvitað ekki ánægður með þetta, en ég get útaf fyrir sig skilið þann stuðning sem Obama fær.  Hann er öðruvísi stjórnmálamaður, sem heldur oft magnaðar ræður, sem líkja má við ræður Martin Luther King og fleiri snillinga. 
 
En ein aðal ástæðan fyrir því að ég vil að Hillary hljóti útnefninguna, er sú að ég tel hana eiga mun meiri möguleika á að sigra repúblikana og ná kosningu sem forseti Bandaríkjana, en Barack Obama. Það væri nú heldur ekki leiðingegt að fá konu í þetta valdamesta embætti í heimi.  Ég vil þrátt fyrir allt leyfa mér að spá því að Hillary Clinton sigri þetta á endanum.  Ég býð spenntur eftir "The big Tusday" 5. febrúar nk. Held að Clinton komi vel út úr honum, þó Obama sé að sækja í sig veðrið.

mbl.is Obama fær stuðning Kennedys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfagna með Dönum!

Danir sjást hér fagna sigrinum í leikslok.Var mjög ánægður með að Danir skildu taka þetta.  Það var næstbesti kosturinn í stöðunni.  Við eigum að taka Dani okkur til fyrirmyndar þegar við skipuleggjum framtíðina fyrir okkar landslið.

mbl.is Danir Evrópumeistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrði einhverjar kjaftasögur um þetta, segir Margrét.

Ekki veit ég hvað er satt í þessu, en Margrét heyrði einungis ákv. orðróm, eða kjaftasögur hvað þetta varðaði, að eigin sögn.  En burtséð frá þessu þá er Dagur er í raun sá eini sem kemur heill út úr þessu gjörningarveðri öllu saman og stendur í raun miklu sterkari eftir.  Hann mun án efa verða Borgarstjóri eftir næstu kosningar, þar sem Samfylkingin og VG munu ná meirihluta.  Samfykingin gæti jafnvel náð hreinum meirihluta ein og óstudd. 

Það verður aldrei sátt um Ólaf F. sem Borgarstjóra og ég held ekki Vilhjálm Þ. heldur.  En mér þykir mjög miður að Morgunblaðið og öfl í Sjálstæðisflokknum því tengt, sluli vera að reyna að snúa umræðunni upp í pólitískar ofsóknir á hendur Ólafi F, vegna andlegrar vanheilsu hans og meira að segja draga Dag inn í þá umræðu og ata hann auri.  Halda því beinlínis fram að Dagur sé í fararbroddi þeirra sem sækja að Ólafi vegna veikinda hans!  Þvílík endemis fyrra.  Dagur og Ólafur hafa verið vinir um langa hríð og Dagur aldrei viljað ræða málin út frá þeim vinkli, þ.e. veikindum Ólafs.

Því hafa margir, eins og kom fram í Silfrinu áðan, sagt upp áskrift af Morgunblaðinu af þessum sökum og geta ekki hugsað sér að styðja blað sem fer fram með slíku offorsi.  Ég hef nú áður rætt um það hér í bloggi mínu hvernig ritjórar Moggan virðas vera í "heilögu stríði" gegn Samfylkinnunni og það þótt hún sé komin í ríkisstjórn með þeirra flokki.  Ég sagði Morgunblaðinu einmitt upp af þeim sökum, fyrir ca. 3 mánuðum síðan.

 

25,9% styðja nýja meirihlutann í Reykjavík. Kemur sannarlega ekki á óvart!

Þetta kemur mér sannarlega ekki á óvart, þetta er þó ívið meiri stuðningur, heldur en ég bjóst við að hann fengi!  Ég þekki einn mann sem styður þetta og hann býr í Grafarholtinu!  En líklega er þetta verst fyrst á eftir þessi gerræðislegu vinnubrögð en jafnar sig svo líklega að einhverju leiti.  Íslendingar eru því miður fljótir að gleyma þegar að þessum málum kemur.

Það sem ég heyri hjá mörgum fyrrverandi stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins í borginni, er að flokkurinn hafi laggst ansi lágt fyrir völdin og t.d. fáránlegt að gera mann með ekki meira fylgi en raun ber vitni að borgarstjóra og annan sem rúinn er trausti.


mbl.is 25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hverju bjóst maðurinn?!

Ólafur F. semur við Sjálfstæðisflokkinn, án þess að tala við kóng eða prest í eigin flokki og hundsar algerlega félaga sinn í borgarstjórn, Margréti Sverrisdóttur,kemur svo af fjöllum og verður voðalega hissa og vonsvikinn yfir því að hún skuli ekki bara kvitta upp á það sem hann ákvað á eigin spítur.  Maður gæti hreinlega haldið að maðurinn væri ekki sérlega vel gefinn!  En hann hlítur nú að hafa eitthvað á milli eyrnana þar sem hann er læknisfræðimenntaður, eða hvað?

Annars finnst mér vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins, hvað samstarf þetta varðar, mjög ámælisverð!  Þeir fara hreinlega og sækja einn fulltrúa úr starfandi meirihluta og bjóða honum gull og græna skóga ef hann vilji vera með þeim í liði.  Þetta eru stjórnmál sem mér hugnast a.m.k. ekki.


mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg framvinda í borgarstjórn

Ég hallast að því að Ólafur F. Magnússon gangi ekki heill til skógar.  Vinnubrögðin eru þvílík að maður á varla orð  til.  Án þess að nokkur málefnaágreiningur hafi verið til staðar í gamla meirihlutanum, þar sem hann, nota bene var einn af forvígismönnunum (þrátt fyrir að vera í veikindafríi), fer hann í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn án samráðs við flokkssystur sína í F listanum, sem styður ekki þennann ráðahag, né heldur næsti maður á eftir henni. 

Þá hafði Ólafur neytað því alfarið við Dag borgarstjóra að hann væri að mynda nýjann meirihluta, síðast 20 mínútum áður en fréttamannafundurinn var haldinn á Kjarvalsstöðum!  Hafði m.a. ganntast um það við Dag að Sjálfstæðismenn, hefðu boðið honum gull og græna skóga, meira að segja Borgarstjórastólinn, sem þeir hlógu að í sameiningu!

Ekki komu þau vel út á fréttamannafundinum, Ólafur F., Vilhjálmur fv. Borgarstjóri og "hans hjörð", það var hreinlega eins og öllum liði illa og Villi og Ólafur að flýta sér, sem mest þeir máttu, þá greip Villi hvað eftir annað fram í fyrir Ólafi, sem virtist ekki líða ýkja vel. 

Það er augljóst að þessi meirihluti er myndaður um völd, valdana vegna, en ekki m.t.t. hagsmuna Reykvíkinga.  Sjálfstæðismenn voru einfaldlega "veikir" og óhuggandi eftir valdamissinn og skildu ná þeim aftur hvernig sem þeir færu að því, jafnvel þótt þeir þyrftu að kaupa Ólaf F. dýru verði!  Ég spái því að þessi meirihluti muni ekki lifa út kjörtímabilið.

 


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deyjandi flokkur?

Það fyrsta sem ég hugsaði eftir þetta upphlaup Guðjóns Ólafs Jónssonar og árásir hans á Björn Inga var að þetta væri flokknum ekki til framdráttar!  Flokkurinn, sem ég tel sennilegt að ekki eigi mörg ár eftir ólifað, má sannarlega ekki við frekari uppþotum og innanflokkserjum.  En þar sem ég er nú enginn sérstakur aðdáandi Framsóknar græt ég þetta ekki. 

Ég hef nú ekki verið í aðdáendahópi Björns Inga, en tel engu að síður að ásakanir þær sem Guðjón kemur með varðandi hnífasett í bakið, fatakaup ofl. eigi hreinlega ekki erindi í fjölmiðla og eigi að ræðast innan flokksins.  Guðni gerði það eina sem hann gat gert, sem var það að styðja sitjandi borgarfulltrúa flokksins og þann eina og setja í raun ofaní við Guðjón.

Björn Ingi á eflaust eftir að nýta sér þetta mál til eigin framdráttar, fá samúð flokksmanna, því hann er að mörgu leiti slyngur og kannski undirförull stjórnmálamaður, sem ég tel að ætli sér að komast til æðstu metorða.


mbl.is Flokksforustan stendur að baki Birni Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama eða Hillary?

Ég er dyggur stuðningsmaður Hillary Clinton og vil gjarnan að hún verði fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.  Ég tel að hún yrði góður forseti, líkt og maður hennar Bill Clinton var.  

Ég get þó ekki neitað því að frammistaða og framkoma Barracks Obama er aðdáunarverð.  Í rauninni skiptir ekki öllu máli hvort þeirra hlítur útnefningu demókrataflokksins, það sem skiptir hins vegar öllu máli, fyrir USA og heimsbyggðina alla, er að annað þeirra verði forseti!


mbl.is Obama spáð sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála ungum jafnaðarmönnum! Pólitísk spilling að skipa Þorstein Davíðsson

Ég er hjartanlega sammála þessarri ályktun ungra jafnaðarmanna.  Það er hreinlega ekki hægt að líða pólitískar ráðningar af þessu tagi. 

Ég hafði sannarlega vonast til að spilling af þessu tagi, myndi ekki líðast í ríkisstjórn sem Samfylkingin ætti aðild og vonast a.m.k. til að hún geri allt sem í hennar valdi stendur til að binda enda á slíkar ráðningar.


mbl.is Vilja mótmæla pólitískri spillingu við embættisveitingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagur Samfylkingarinnar vænkast.

78% fylgi við ríkisstjórnina, kemur ekki á óvart, hún hefur farið vel af stað.  Þá er einfaldlega ekki annar raunhæfur kostur í stöðunni að mínu mati, miðað við úrslit síðustu kosninga. Samfylkingin er greinilega í góðum málum í þessu stórnarsamstarfi, fylgið eykst um 3% milli mánaða, er nú 31%, sem hlítur að teljast vel viðunandi.

Mitt fólk í Samfylkingunni, er líka að standa sig feikilega vel.  Af ráðherrum flokksins hefur mér fundist Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafa verið að standa sig frábærlega, að öðrum ólöstuðum.  Framganga hans öll og fyrirheit, einkum um að gera viðskiptaráðuneytið að öflugu neytendaráðuneyti er eins og talað úr mínu hjarta og hygg ég að svo sé um mun fleiri.  Þá stendur Jóhanna Sigurðardóttir einnig fyrir sínu, eins og við var að búast af þeirri kjarnakonu.  Ingibjörg Sólrún er einnig að gera góða hluti í Utanríkisráðuneytinu og aðrir ráðherrar flokksins á góðu róli.

Heldur hefur hagur Samfylkingarinnar vænkast sl. ár.  Hefur farið frá því að vera í stjórnarandstöðu hjá ríki og borg yfir í það að vera í ríkisstjórn og eiga Borgasstjórann í Reykjavík, vera þar í meirihlutasamstarfi.  Þetta pirrar andstæðinga hennar augljóslega, sem merkilegt nokk koma margir úr Sjálfstæðisflokknum.  Ég segi nú eins og einn ágætur maður sagði í blaðagrein um daginn; er ekki lágmarkskrafa að stjórnarandstæðingar séu hafðir utan stjórnar!


mbl.is 78% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband