Það var hræðilegt að horfa upp á þetta, mínir menn höfðu þetta í hendi sér og hefðu auðveldlega getað verið búnir að skora 2-3 mörk í viðbót, þegar 5 sekúndur eru til leiksloka, þá kemur maðurinn sem er fyrir löngu búinn að vera, John Arne Riise og skorar sjálfsmark! Mér leist aldrei á það að hann kæmi inná og hugsaði með mér, hann á eftir að klúðra einhverju.
Með þessu marki tryggði Riise að öllum líkindum Chelsea áfram. Þó að mínir menn geti svo sem komið til baka, eins og þeir hafa svo oft sýnt, þá held ég að þessi hindrun verði þeim ofraun. En maður heldur náttúrlega í vonina og fylgist áfram með.
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2008 | 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gerrard: Okkar lið gefst aldrei upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2008 | 17:32 (breytt kl. 17:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gerrard verður með Liverpool annað kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2008 | 12:54 (breytt kl. 17:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er vissulega mikið fagnaðarefni, en ég hef í mörg ár verið eindreginn fylgismaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Það þyrfti ekki að taka meira að tvö ár að komast inn, nokkurra mánaða viðræður, þjóðaratkvæðagreiðsla og svo yrðum við fullgildir meðlimir.
Ég verð þó að viðurkenna það að líklega skýrist þessi mikli stuðningur af ástandi efnahagsmála á landinu okkar góða. Fólk treystir hreinlega ekki á það að ríkisstjórnir okkar og Seðlabanki geti skapað og viðhaldið stöðugleika í efnahagsmálum.
Hins vegar, segi ég eins og Jón Baldvin, að það muni ekkert gerast í þessum málum fyrr en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná saman um það. En það er nú ýmislegt sem bendir til þess að sjálfstæðismenn séu farnir að sjá ljósið. A.m.k. tjá sig stöðugt fleiri yfirlýstir sjálfstæðismenn og lýsa yfir stuðningi við aðildarumsókn, enda held ég að þeir verði að gera það, ætli þeir ekki að verða viðskila við þjóðina. Það kann hins vegar að vera að þeir / þau hafi alltaf verið þessarrar skoðunar en ekki þorað að tala fyrr en Davíð var farinn!
67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.4.2008 | 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er enn í skýjunum eftir frábæran leik minna manna í Liverpool. Fyrirfram bjóst ég við að þessi leikur gæti farið á hvorn vegin sem er, sem að kom reyndar á daginn. Arsenal spiluðu að miklum krafti og komust yfir 0-1 á 14. mínútu. Mínir menn jöfnuðu síðan á 30. mínútu eftir að Gerrard gaf frábæra sendingu inn í vítateig og Sami Hyypia skoraði með frábærum skalla. Liverpool komst svo yfir eftir frábært mark frá Torres (hverjum öðrum) 1-2. Eftir þetta mark slökknaði bara hreinlega á Arsenal liðunu og mínir menn áttu t.a.m. alveg seinni hálfleik. Þarna hélt ég að leikurinn væri unnin, mínir menn myndu bara pakka í vörn og halda frengnum hlut, en nei dramatíkin hélt áfram og Arsenal jafnaði á 83. mínútu 2-2, þá hætti mér að lítast á blikuna en ég gat tekið gleði mína á ný aðeins 1 mínútu síðar þegar, mínir menn fengu vítaspynu (Arsenalmenn voru ennþá að fagna markinu)! Og hver annar er Steven Gerrard kom Liverpool yfir úr vítaspynunni 3-2! Ryan Babel tryggði síðan endanlega sigur minna manna á 89. mínútu 4-2!! Ég hef sagt það áður að ég hef trú á að mínir menn komist alla leið í úrslitaleikinn og ítreka það hér, Chelsea hefur ekki verið nein hindrun fyrir Liverpool í meistaradeildinni fram að þessu. Drauma úrslitaleikurinn minn er Liverpool vs. Manchester United, þar sem okkur gefst kjörið tækifæri á að hefna fyrir ófarirnar á páskunum á erkifjendunum. |
Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 8.4.2008 | 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vilhjálmur ætlar að sitja áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.2.2008 | 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætlaði varla að þora að horfa á Liverpool taka á móti sterkasta liði Ítalíu, Inter Mílanó, af ótta við að ógæfan héldi áfram, en ég hugsaði með mér að Liverpool hefur reyndar oft spilað eins og tvö ólík lið eftir því hvort þeir eru að spila heima í úrvalsdeildinni eða í meistaradeildinni. Það reyndist síðan vera staðreyndin, þeir voru mun sterkari en Mílan liðið og unnu verðskuldaðan sigur!
Þar sem mínir menn eru nú úr leik í báðum bikarkeppnunum og baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þá er Meistaradeildin eini möguleiki þeirra á titli. Ég hef veika von um að þeir taki sig því saman í andlitinu og sigri hana!
Liverpool sigraði Inter 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 20.2.2008 | 01:18 (breytt kl. 01:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Taxtar hækka um 18.000 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.2.2008 | 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er rétt að byrja að ná mér niður eftir þetta áfall. Barnsley hreinlega stal á síðustu mínútu leiksins, eftir að mínir menn höfðu leikið þá sundur og saman og gert stórhríð að marki Barnsley. Úrslitin voru vægast sagt ósanngjörn. En mér finnst hins vegar Rafael Benítes bera ansi mikla sök á því hvernig fór, fyrst fyrir að hafa hvorki Gerrard né Torres í byrjunarliðinu og síðan með því að skipta Keitel inná fyrir Babel, sem hafði verið frábær í leiknum og oft nálægt því að skora. Hann verðskuladar að vera tekinn á teppið. Ég er alltaf að hallast meira og meira að því að tími sé kominn að stjóraskiptum hjá Liverpool. Ég held að Benítes sé búinn að gera það sem hann getur gert fyrir liðið. Þegar að sigurmark Barnsley kom, öskraði ég: ,,neeeeeei" og barði í borðið og heimilisfólkið horfði á mig í forundran. Ég hreinlega gat ekki leynt vonbrigðum mínum. En nú er bara að spíta í lófana og reyna að standa sig þá að minnsta kosti í Meistaradeildinni. You never walk alone. |
Liverpool úr leik í bikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 16.2.2008 | 17:18 (breytt kl. 17:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég held að það séu fyrst og fremst borgarmálin, sem skýra frábæra útkomu Samfylkingarinnar. Glundroði Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og einkum vandræðagangur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar er alger.
Eins og ég hef áður haldið fram, þá er alveg ljóst að VÞV, er algjörlega rúinn trausti borgarbúa, sem telja það hreina firru að hann setjist í Borgarstjórastólinn að nýju. Þá er þessi endalausa óvissa um framhaldið farin að hafa áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. Ef svo færi að VÞV ákvæði að setjast engu að síður í stólinn, sem ég efa nú mjög, þá er það vís leið til að flokkurinn tapi enn meira fylgi.
Á meðan Sjálfstæðismenn hafa verið að klúðra svona málum í borginni, hefur Dagur B. Eggertsson blómstrað og komist mjög vel út úr því gjörningarveðri sem þarna hefur ríkt. Þá tel ég einnig að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi margir hverjir komið sem ferskur andblær inn í ríkisstjórnina og njóti mikilla vinsælda, þó fylgisaukningin skýrist einkum af borgarmálunum og vandræðum Sjálfstæðismanna þar.
Samfylkingin stærst allra flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.2.2008 | 13:49 (breytt kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar