Borgarmálin skýra góða útkomu Samfylkingarinnar.

Ég held að það séu fyrst og fremst borgarmálin, sem skýra frábæra útkomu Samfylkingarinnar.  Glundroði Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og einkum vandræðagangur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar er alger. 

Eins og ég hef áður haldið fram, þá er alveg ljóst að VÞV, er algjörlega rúinn trausti borgarbúa, sem telja það hreina firru að hann setjist í Borgarstjórastólinn að nýju.  Þá er þessi endalausa óvissa um framhaldið farin að hafa áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu.  Ef svo færi að VÞV ákvæði að setjast engu að síður í stólinn, sem ég efa nú mjög, þá er það vís leið til að flokkurinn tapi enn meira fylgi.

Á meðan Sjálfstæðismenn hafa verið að klúðra svona málum í borginni, hefur Dagur B. Eggertsson blómstrað og komist mjög vel út úr því gjörningarveðri sem þarna hefur ríkt.  Þá tel ég einnig að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi margir hverjir komið sem ferskur andblær inn í ríkisstjórnina og njóti mikilla vinsælda, þó fylgisaukningin skýrist einkum af borgarmálunum og vandræðum Sjálfstæðismanna þar.


mbl.is Samfylkingin stærst allra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Könnunin var gerð 5.-7. feb.  Vandræðagangur Villa hinn nýjasti var ekki hafinn þá, eða hvað?

Auðun Gíslason, 14.2.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að þetta sé hárrétt að borgarmálin í Reykjavík eiga þarna stærstan þátt. Þó er skipun dómara, og Málefni Keflavíkurflugvallar ekki góð mál hjá Sjálfstæðisflokki.

Eins má vera að aðkoma Geirs hafi ekki verið nægilega afgerandi og virkar hann hikandi í afstöðu sinni og virðist ýta vandanum á undan sér, meðan Þorgerður Katrín talar tæpitungulaust og af raunsæi um málið, þegar hún tjáir sig um það. 

Jón Halldór Guðmundsson, 14.2.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband