Ótrúlegt hvað Davíð getur stundum "blindað mann" með náðargáfu sinni. Ég áttaði mig ekki á því fyrst í stað, að í viðtalinu í Kastljósi, þar sem hann beitti öllum sínum leiðtogahæfileikum og ræðusnilli og róaði fólk, væri að hann að skaða okkur enn frekar.
Að mínu mati var hann einungis að segja sannleikann og það sem fólki flestu finnst, þegar hann sagði að ríkið ætti ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna, heyr, heyr! En oft má satt kjurt ligga, einkum þegar tillit er tekið til þess að Seðlabankastjóri þjóðarinnar á í hlut. Vissulega fylgjast menn grannt með orðum Seðlabankastjóra á þessum viðsjárverðu tímum, innlendir jafnt sem erlendir.
Ekki er ólíklegt að með þessum orðum Davíðs og að erlendir aðiliar fengju ekki nema 5-10 % af sínum kröfum hafi komið boltanum af stað, sem felldi Kaupþing. Í framhaldinu var Kaupþing í Bretlandi knúið í greiðslustöðvun o.s.frv. Held að Davíð hafi sagt of mikið!
FME yfirtekur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.10.2008 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Glæsilegur leikur hjá mínum mönnum. Everton menn áttu ekkert í leiknum þó að þeir væru á heimavelli og það er ekki að spyrja að Fernado Torres, þegar hann fer í gang! Kean virðist líka vera að koma til og bara tímaspursmál, hvenær hann fer að skora mörk. Hann átti t.d. frábæra fyrirgjöf á Torres sem endaði með marki (fyrra markið).
Gamla góða stórveldið er að vakna og mun gera harða atlögu að englandsmeistaratitlinum. Ég spái því að Chelsea verði helsta hindrun okkar í að ná því marki, þeir eru ekki árennilegir um þessar mundir, verður spennandi að sjá viðureignir þessara liða. Hef það á tilfinningunni að United muni ekki ná sínum fyrri styrk á þessu tímabili og muni ekki blanda sér í toppbaráttuna.
Í dag er gaman að vera púllari!
Torres skaut Liverpool á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 28.9.2008 | 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður á ekki orð, ég hreinlega grét af gleði. Maður vonaði auðvitað og trúði því að strákarnir gætu þetta en innst inni fannst manni þetta eiginlega vera of gott til að vera satt!
Ég vil leyfa mér að fullyrða það að þetta sé stórkostlegasti árangur íslenskrar íþróttasögu. Að 300 þúsund manna þjóð geti náð jafn langt og þetta er ólýsanlegt afrek! En ævintýrið er ekki á enda, við gætum náð enn lengra. En en eru það bara hugsanir, laganir og þrár, ekkert bíb, bara sigur, ef við deyjum, þá deyjum við a.m.k. lifandi a la Óli Stef.
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.8.2008 | 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mér líst bara nokkuð vel á þetta, held að hann og Torres eigi eftir að verða góðir saman í framlínunni. Hann er svo sem ekkert unglamb lengur, en eins og allir vita, sem fylgjast með boltanum, teljast menn vera orðnir gamlir þegar þeir eru komnir fast að þrítugu.
Ég hef það mjög sterkt á tilfiningunni að Liverpool landi Englandsmeistaratitlinum þetta árið eftir langa og erfiða bið (18 ár). Gott ef við tökum ekki meistaradeildina líka! Áfram Liverpool!
Keane búinn í læknisskoðun hjá Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 28.7.2008 | 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er í skýjunum með þessi úrstlit, ég hélt að sjálfsögðu með Spánverjum, sem spila frábæran fótbolta og hafa fjóra Liverpoolmenn í liðinu!
Spánverjarnir voru miklu betri í leiknum og hefðu hæglega getað unnið leikinn 3 eða 4 núll. Þá var það auðvitað enginn annar en Fernando Torres sem skoraði sigurmarkið. Hann er að mínu mati besti framherji heims í dag og ekki spillir það gleðinni að hann spilar með mínu liði, Liverpool!
Spánn Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.6.2008 | 01:04 (breytt kl. 01:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Til hamingju Ísland. Ég sagði það eftir forkeppnina hér heima að ef að við kæmumst ekki áfram núna þá væri eitthvað að og við ættum þá að hætta þátttöku. En nú gerist ekki þörf á því og ég er að fara í Eurovisionpartý á laugardagskvöldið!
Framistaða þeirra Regínu og Friðriks á sviðinu í kvöld var frábær, söngurinn og hljóðið nánast óaðfinnanlegt. Hvort þau komist hins vegar í topp 10 er hins vegar spurning. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Ísland lendi í 6. sæti í ár.
Ísland áfram í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.5.2008 | 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessi könnun var tekin fyrir u.þ.b. mánuði síðan, eða áður en ráðning Jakobs Frímans kom til og vingulsháttur Ólafs í Vatnsmýrarmálinu og mörgu öðru varð ljós. Þar af leiðandi tel ég að staðan sé enn verri fyrir Sjálfstæðisflokkinn en þessi.
Ég er sannfæður um það annaðhvort nær Samfylkingin meirihluta í næstu kosingum eða hún myndar meirihluta með VG. Hvort heldur sem verður, þá verður Dagur B. Eggertsson næsti Borgarstjóri í Reykjavík, sem ég tel hann verðskulda. Fólk var ánægt með hann í 100 daga meirihlutanum og það mun án efa verða ánægt með hann á næsta kjörtímabili.
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.5.2008 | 00:08 (breytt kl. 00:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta var vissulega svekkjandi, en Chelsea voru einfaldlega sterkari og ekkert annað að gera en að bíta í það súra epli! Ég hafði það reyndar mjög sterkt á tilfinningunni að við myndum tapa þessu í þetta sinn, töpuðum þessu í raun á Anfield, með hinu fáránlega sjálfsmarki Riise 5 sekúndum fyrir leikslok.
Ég skil hins vegar ekki af hverju Torres var tekin út af! Á vonandi eftir að fá skýringu á því. Eins var ég ósáttur við að Babel skyldi ekki vera meira með, hann er maður sem á að mínu viti að spila í 90 mínútur, held að hann sé stórlega vanmetinn leikmaður. En svona er þetta nú í boltanum, maður er aldrei fullkomlega sáttur.
Spái því að Man. United sigri meistaradeildina að þessu sinni. Mér er hinsvegar nokk sama hvort þessara liða vinnur, vona bara að við fáum skemmtilegan og spennandi leik.
Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.4.2008 | 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skemmtilegur hringitónn. En þessar aðfarir lögreglunnar eru að mínu mati kómískar, svo ekki sé meira sagt, en um leið háalvarlegar. Vissulega er lögreglunni kannski uppálagt að vara fólk við, þegar það er "gasað", en við eigum þessu ekki að venjast á Íslandi. Þessi mótmæli bílstjórana, sem vissulega gengu full langt, kölluðu ekki á svona hörð viðbrögð, sem saklausir borgarar lentu meðal annara í. Við hverju búast menn, að mæta með óeirðalögreglu á svæðið, með skildi, hjálma, kylfur og gas!
Það kæmi mér ekki á óvart, þó að ég hafi svo sem engar sannanir fyrir því, að þessar aðgerðir væru runnar undan rifjum æðsta yfirmanns lögreglunnar á Íslandi, Birni Bjarnasyni, sem hluti af "hermennskudraumum" hans. Kannski hann sé að reyna að réttlæta þörfina fyrir 300 manna varaliði lögreglu! Ég kann a.m.k. ekki við þessar aðfarir.
Gas! Hringitónn slær í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.4.2008 | 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vissulega er þetta hommalegt myndband, en það finnst mér svo sem ekki skipta máli í sjálfu sér. Hins vegar er myndbandið að mínu mati misheppnað. Hlutverk Eurovisionfríksins, eða hommans sem er að syngja heima hjá sér, er allt of stórt og langt. Er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd að sýna einhvern Eurovision "vonabí" en þessu er svo ofgert að það verður bara hallærislegt. Ég er a.m.k. ekki að fíla þetta.
Hins vegar skilst mér að mestu Eurovisionfríkin séu hommar, þannig að kannski hjálpar þetta okkur bara eftir allt saman. Sjálfur hef ég takmarkaðan áhuga á keppninni sem slíkri, finnst þetta yfirleitt leiðinleg lög, en ég hef gaman af stigagjöfini og vil sjá okkar framlag komast áfram.
Hommalegra en hommalegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 23.4.2008 | 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar