Heyr, heyr Ingibjörg, ekki spurning!

Ég þreytist seint á því að ítreka stuðning minn við að drífa í því að sækja um aðild að ESB og taka upp evru.  Var sérstaklega ánægjulegt að heyra að Þorgerður Katrín er að opna á þennan möguleika.  En eins og ég hef áður sagt verður Samfylkingin að stilla Sjálfstæðisflokknum upp við vegg í þessu máli, varla vilja þeir fara í kosningar í dag!!

Samfylkingin er hins vegar því miður ekki í stöðu til þess að knýja fram kosningar, þar sem þingrofsrétturinn er í höndum Geirs og hann gæti reynt að mynda stjórn með öðrum.  Ein leið fyrir Samfylkinguna væri hins vegar að semja við stjórnarandstöðuna um að knýja fram kosningar. VG ættu a.m.k að vera ginkeyptir fyrir því.


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn í vondum málum!

Kemur mér ekki á óvart, ég bjóst við að VG færi í a.m.k. í 25% fylgi, fólk leitar eðlilega til vinstri við þær aðstæður sem nú eru uppi.  Hefði þó jafnvel búist við meiri stuðningi við Samfylkinguna en hér kemur fram, þar sem að hún er eini flokkurinn sem hefur haft Evrópusambandsaðild og upptöku evru á stefnuskránni.

Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í mjög slæmum málum, hann hefur farið með forystu í 17 ár, og farið með stjórn efnahagsmála allan þann tíma.  Nú blasir við efnahagslegt hrun, fjármálakerfið hrunið með tilheyrandi fjöldagjalþrotum og atvinnuleysi.  Gjaldþrot nýfrjálshyggjunnar er orðið staðreynd.

Mig dreymdi í nótt að ég væri staddur í veislu, með mörgum valinkunnum mönnum (sumir af þeim sjálfstæðismenn), þar sem ég lét þá skoðun mína í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki þola þetta efnahagshrun og yrði líklega ekki til sem flokkur eftir nokkur ár.  Það er skemst frá því að segja að menn hlógu af mér og sögðu þetta þvílíka fjarstæðu að annað eins hefði ekki heyrst.  En kannski hlær sá best er síðast hlær!


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt. Ár Liverpool!

Ég þorði nú ekki að búast við sigri, en vissulega vonaði maður og trúði!  Það er ótrúlegur karakter í Liverpoolliðinu í dag og kraftur.  Ég er farinn að hallast að því að Benitez sé virkilega farin að skila sínu fyrir liðið. 

Þá finnst mér það mjög góðs viti og merkilegt að Liverpool hefur nú unnið bæði Man U og Chelsea án síns langbesta manns, Fernando Torres.  Ekkert nema gott um það að segja.  Ég spái mínum mönnum Englandsmeistaratitlinum í ár, þá tökum við FA bikarinn og gott ef ekki meistaradeildina líka.  En allavega þá verður þetta tímabil, tímabil Liverpool.  Til hamingju púllarar!

 


mbl.is Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrun frjálshyggjunar og pólitískar afleiðingar þess.

Fyrst hrundi kommúnisminn og nú hrynur frjálshyggjan.  Afleiðingar af hruni komúnismans urðu í meginatriðum þær að pólitíkin færðist öll til hægri.  Ef við ímyndum okkur pólitískann ás, þar sem stjórnmálaflokkum er raðað á ásinn frá vinstri til hægri, þá má segja að stór hluti af vinstri ásnum hafi verið "klipptur af".  Það sama mun gerast nú að mínu mati, en bara með öfugum formerkjum.  Hluti af hægri ásnum "klippist af", þannig að pólitíkin mun öll færast til vinstri.

En auðvitað er hin stóri sannleikur sá að öfgastefnur jafnt til hægri og vinstri hafa nú hrunið og sú stefna sem stendur upp sem sigurvegari, eða öllu heldur það þjóðfélagsskipulag sem heldur veli og hefur reynst best, er þjóðskipulag það sem evrópskir jafnaðarmenn hafa skapað.  Sósíaldemókratisminn er sú stjórnmálastefna, sem stendur uppi sem sigurvegari!


Stormskerinn.

Kíkið á þetta, ég hló mig máttlausanLoL

http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/683448/?t=0


Arleifð Davíðs.

Ég ætla mér ekki að vera með einhverja sleggjudóma hér og nú, en eitthvað segir mér svo hugur um að arfleifð Davíðs verði ekki máluð í þeim dýrðarljóma, sem flestir sjálfstæðismenn telja eða töldu.  Þessi "mikli" leiðtogi var og er kannski ennþá hjá einhverjum, talin vera einhver stórkostlegast stjórnmálamaður sem Ísland hefur eignast.  Við látum söguna um  að dæma!  Mín skoðun kemur síðar!

Hvort Davíð hafi varað menn við af einhverri alvöru skal ósagt látið.


mbl.is Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst IMF og síðan ESB og upptaka Evru.

Nú virðast samningarnir við IMF (Alþjóða gjaldeyrissjóðinn) loksins vera ganga í gegn, með tilheyrandi lántöku okkur til handa.  Þetta er eini raunhæfi kosturinn í stöðunni.  En hvað tekur svo við, hvað ætla menn að gera í sambandi við hina "geislavirku krónu"?  Mín skoðun er sú að eina  færa leiðin sé að lýsa því yfir að við ætlum að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp Evru svo fljótt sem verða má.  Með því, ásamt stóru gjaldeyrisláni og "stimpli" IMF þá styrkum við krónuna og menn vita þá að hún er tímabundin og stefnt er að upptöku Evru.

Ég á hins vegar ekki von á því að Sjálfstæðismenn hafi kjark og þor til að fara þessa leið.  Þá segi ég þetta; mínir menn í Samfylkingunni eiga þá hiklaust að setja þeim afarkosti.  Annaðhvort fallast þeir á það að sækja um aðild og leggja málið í dóm kjósenda, eða stjórnarsamstarfinu verður slitið og efnt til nýrra kosninga, þar sem almenningur fær tækifæri til að kveða upp sinn dóm. 

 Samfylkingin á ekki að þurfa að kvíða þeim dómi, hún ber ekki ábyrgð á nýfrjálshyggjunni, sem nú hefur beðið algjört skipbrot, hún ber ekki ábyrgð á því að trúa og treysta á krónuna sem gjaldmiðil.  Nei, þvert á móti hefur hún lengi haldið því fram að krónan væri ófær minnt í hinu alþjóðlega fjármagnskerfi, sem við búum við.  Ábyrgð stuðningsmanna krónunnar er hins vegar mikil!


mbl.is Sátt um IMF-lán í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er valkosturinn Ögmundur?!

Alveg er það með ólíkindum hvað menn geta verið veruleikafirtir.  Menn sem sjá ekki nauðsyninna á því að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) eru annaðhvort veruleikafirrtir, heimskir eða vilja hreinlega deyja úr hungri af þjóðernishyggju.  Ekki vil ég nú gera Ögmundi það upp að vera heimskur, hallast fremur að því að hann sé veruleikafirrtur eða þjóðernishyggjan að drepa hann. Frekar vil ég nú eiga til hnífs og skeiðar  heldur enn að hanga á einhverju ímynduðu sjálfstæði.

Málið er bara einfaldlega þannig að þjóðarskútan hefur steitt á skeri og strandað og einu möguleikarnir fyrir hana til að komast aftur á flot er að leita til Alþjóða gjaldeyrirssjóðsins (IMF). Okkur eru allar bjargir bannaðar með lántökur, nema semja fyrst við IMF og fá einskonar gæðastimpill frá þeim, til þess að Seðlabankar annarra landa renni í slóðina og láni okkur fé ásamt IMF. 

Staðreyndin er einfaldlega sú að okkur vantar fjármag til að standa við skuldbindingar okkar og koma hjólum atvinnulífsins á stað af ný.  Ekki trúi ég því að Ögmundur og VG vilji að við neitum að standa við skuldbindingar okkar og eyðileggja þanning endanlega mannorð okkar í útlöndum.  Honum láðist alveg að geta um valkostinn við IMF, hver er hann?


mbl.is Rangt að skuldbinda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tími kommúnismans í nánd?

Karl MarxEkki er ólíklegt að kommúnisminn nái sér aftur á strik, vegna efnahagsástandsins og hrun kaptítalismans að margra mati.  Það var nú ansi mikið til í því sem hann hafði að segja um kapítalismann karlinn.

En því miður hefur komúnisminn engar lausnir að mínu mati, er m.a. í mótsögn við eðli mannsins, menn sætta sig hreinlega ekki við það að vera algjörlega jafnir, leitast alltaf við að gera betur en nágranninn.


mbl.is Auðmagnið selst vel í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni hrærir í blóði Framsóknar!

Þvíklíkur afleikur hjá karlinum!  Manninum sem er fullkomlega meðsekur um það hversu illa er nú komið fyrir þjóðinni. Að biðla síðan til Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti, hlítur að þýða endanlegt andlát Framsóknarflokksins eða a.m.k. hans sem formanns.  Ekki trúi ég því að Valgerður flokkssystur hans vilji hlaupa aftur í fangið á Sjöllunum og aftaka t.a.m. Evrópusambandsaðild með öllu. 

Þá trúi ég því að 70-80% þjóðarinnar sé komin á þá skoðun að Seðlabankastjóranir verði látnir fjúka, þannig að vinsældir Guðna vaxa ekki við þessa ræðu!  Fyrst að Ingibjörg Sólrún lýsir svona afdráttarlaust yfir að seðlabankastjórarnir skuli víka þá er að mínu viti aðeins tvennt í stöðunni.  Annað hvort hefur verið samið um það við Sjálfstæðismenn á bak við tjöldin að þeir víki eða Samfylkingin er að búa sig undir stjórnarslit.  Fyrri atriðið þykir mér þó líklegra.

Að lokum vill ég leifa mér að spá því hér að Sjálfstæðisflokkurinn muni klofna fyrir næstu kosningar, svo djúpstæður er ágreiningurinn orðinn um Davíð, Evrópusambandið og frjálshyggjuna, svo eitthvað sé nefnt.  Eftir næstu kosningar verður Samfylkingin orðin lang stærsti flokkur landsins með um 40% atkvæða.


mbl.is Samfylking hrærir í blóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband