Hver er valkosturinn Ögmundur?!

Alveg er það með ólíkindum hvað menn geta verið veruleikafirtir.  Menn sem sjá ekki nauðsyninna á því að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) eru annaðhvort veruleikafirrtir, heimskir eða vilja hreinlega deyja úr hungri af þjóðernishyggju.  Ekki vil ég nú gera Ögmundi það upp að vera heimskur, hallast fremur að því að hann sé veruleikafirrtur eða þjóðernishyggjan að drepa hann. Frekar vil ég nú eiga til hnífs og skeiðar  heldur enn að hanga á einhverju ímynduðu sjálfstæði.

Málið er bara einfaldlega þannig að þjóðarskútan hefur steitt á skeri og strandað og einu möguleikarnir fyrir hana til að komast aftur á flot er að leita til Alþjóða gjaldeyrirssjóðsins (IMF). Okkur eru allar bjargir bannaðar með lántökur, nema semja fyrst við IMF og fá einskonar gæðastimpill frá þeim, til þess að Seðlabankar annarra landa renni í slóðina og láni okkur fé ásamt IMF. 

Staðreyndin er einfaldlega sú að okkur vantar fjármag til að standa við skuldbindingar okkar og koma hjólum atvinnulífsins á stað af ný.  Ekki trúi ég því að Ögmundur og VG vilji að við neitum að standa við skuldbindingar okkar og eyðileggja þanning endanlega mannorð okkar í útlöndum.  Honum láðist alveg að geta um valkostinn við IMF, hver er hann?


mbl.is Rangt að skuldbinda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Villi Vill söng svo viðeigandi:

.. æ ég hljóp svo hratt að ég hrasaði og datt

bíddu pabbi bíddu mín...

Hjálp frá IMF hefur sína kosti og sína galla einnig. Ef við þiggjum hjálp frá IMF þá eru ríkisstjórnin (og þá við almenningur) að viðurkenna að skuldin sem við eigum í erfiðleikum með að greiða sé okkar skuld, okkur að kenna.

Hvort sem skuldin sé okkar eða ekki þá virðist það vera staðreynd að Íslandi vanti gjaldeyri. Hversu mikinn gjaldeyri og til hvers verður hann nýttur? Eru kvaðir á aðstoð IMF? Eigum við að treysta því að þeir aðilar sem bera líklega ábyrgð á því að við erum í þessu veseni segi og geri.

Það er alveg jafn réttlátt að spyrja hvort IMF sé einhver töfralausn eins og að spyrja hverjir eru aðrir valkostir.

Björn Leví Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 20:40

2 identicon

"Málið er bara einfaldlega þannig að þjóðarskútan hefur steitt á skeri og strandað"
Enda búið að vera blindafyllerí í brúnni .

Ögmundur er hræddur við IMF og vill frekar biðla til hinna Norðurlandaþjóðanna.  Auðvitað átti að gera það áður en allt sigldi í strand, enda var búið að bjóða okkur gjaldeyrisskiptasamninga, en fylleríið slævði dómgreind skipstjórans og þynnkan slævir einnig. Ögmundur vill biðla til Norðmanna, enda hafa þeir getu, og hugsanlega vilja til að draga okkur í land (ef við höldum okkur við sjómennskulíkingar).

 "Af hverju er Ögmundur svona hræddur við IMF?" spyr fólk sig væntanlega... vegna þess að hann er veruleikafirrtur... svarar þú.

Lestu hvað Joseph Stiglitz, fyrrum yfirhagfræðingur Alþjóðabankans og nóbelsverðlaunahafi hefur að segja um IMF og Alþjóðabankann: http://www.gregpalast.com/the-globalizer-who-came-in-from-the-cold/


Segðu mér svo hver er veruleikafirrtur.

Óskar (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jahérna! Hverjir eru það sem voru veruleikafirtir og eru enn veruleikafirtir? Svo mikið er víst að Ögmundur Jónasson tilheyrir ekki þeim flokki manna.

Hinir veruleikafirtu létu öll varnaðarorð sem vind um eyru þjóta, stungu öllu óþægilegu undir stól, - og virðast gera það enn, án þess að skammast sín. Til að bæta gráu ofan á svart böglast þessi skítseyði við að rífa kjaft eins og hvefsnir hundar. En sem betur fer munu hinir veruleikafirtu græðgishanar fá makleg málagjöld innan tíðar.

Jóhannes Ragnarsson, 20.10.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég er ekki að segja að IMF séu hvítþvegnir englar, þeir hafa vissulega framkvæmt margt misjafnt í fortíðinni Óskar (las greininna og vissi af þessu), en ég tel að þeir hafi lært sína lexíu og séu hættir þessarri ofstrú á frjálshyggjunni.  Í dag er IMF hlutlaus í pólitík og virðir stefnur jafnt hægri sem vinstri ríkisstjórna.  Gott eða slæmt Björn, þá er þetta eina leiðin að mínu mati, úr því sem komið er.

Ögmundur á að vísu hrós skilið fyrir að hafa ekki tekið undir útrásarkórinn og varað við afleiðingunum, þar var hann virkilega á jörðinni Jóhannes, en því miður hætti hann  því og tók flugið einhverra hluta vegna.

Egill Rúnar Sigurðsson, 20.10.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband