Besti kosturinn í stöðunni! Hennar tími er kominn!

Ég fagna því mjög, ef Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra fram að kosningum, betri kostur er ekki í stöðunni.  Jóhanna hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðinna að hún er sannur jafnaðarmaður, heiðarlegur og réttsýnn stjórnmálamaður.  Ég treysti engum betur enn henni til að standa vörð um heimilin í landinu, hreinsa til í Seðlabankanum og taka til hendinni við þau verk sem nauðsynlega þarf að vinna!  Nú get ég aftur sagt með stolti: ÉG ER SAMFYLKINGARMAÐUR!


mbl.is Jóhanna næsti forsætisráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær niðurstaða!

Ég fagna þessari niðurstöðu af heilum hug, hef haldið því fram um nokkurt skeið að þetta væri eina vitið fyrir Samfylkinguna og þjóðina.
mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirboði um breytingar?

Með þessu kjöri sýna Framsóknarmenn ákveðinn vilja til þess að hefja nýtt upphaf og tilraun til að losa af sér spillingarstimpillinn en því ber auðvitað að fagna.  Hins vegar á ég ekki von á því að þetta takist eða að Sigmundur muni laða marga til fylgis við flokkinn, held að hann verði 10% flokkur um hríð og muni svo líklega lognast endalega út af. 
mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tel meiri líkur á því að Sjálfstæðisflokkurinn klofni ef hann...

...hafnar því að sækja um aðild að Evrópusambandinu, eða samþykkir einhverja vonlausa málamiðlun, eins og nú virðist jafnvel stefna í, heldur en ef hann samþykkir að sækja um aðild án allra vafninga.  Hann gæti hins vegar klofnað á hvorn veginn sem þetta fer, sem ég hef reyndar spáð að muni gerast, en það kemur í ljós.
mbl.is Taugastríð Geirs og Ingibjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er endanlega búinn að fá mig fullsaddann af Sjálfstæðismönnum!

Frábært hjá Ingibjörgu og tímabært og að sama skapi ákveðið kjaftshögg fyrir Þorgerði Katrínu og Sjálfstæðisflokkinn.  Ofbeldi Ísraelsmanna og dráp á saklausum borgurum, konum og börnum verður að stöðva og það er að mínu mati ekki annað hægt en að fordæma þessar aðgerðir.  En Þorgerður og flokksmenn hennar hiksta á því, sem kemur reyndar ekki mjög á óvart úr þeirri átt.

Það er einfaldlega að koma betur og betur í ljós, að þessir tveir flokkar, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur eiga fátt sameiginlegt og eru ósammála í flestum grundvallaratriðum og kannski voru stærstu mistök Samfylkingarinnar að fara yfirleitt í stjórn með flokknum.  En að vísu er ég sannfærður um það að ef Sjálfstæðisflokkur og VG hefðu farið saman í stjórn eftir síðustu kosningar (en þetta voru því miður í raun einu kostirnir í stöðunni) þá væri hér algjört upplausnarástand.  Sú stjórn hefði að sjálfsöðu sprungið að kröfu VG manna, IMF hefði ekki komið til sögunnar og Icesave málið væri ófrágengið.  Þá hefði mótmælaaldan í samfélaginu líka orðið miklu meiri, jafnvel stríðsástand.  Þannig að það er hægt að réttlæta stjórn þessarra flokka við aðstæður sem þessar.

Punkturinn minn er hins vegar sá að Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert inni hjá Samfylkingunni.  Það væri kaldhæðnislegt ef að það væri í raun hún sem að bjargaði flokknum upp úr skítnum sem hann er sannarlega búinn að koma sér og þjóðinni í. Að sama skapi er Samfylkingin líka að leyfa Sjálfstæisflokknum að draga sig niður í svaðið með þeim að mínu mati.  Getur einhver ímyndað sér stöðu Samfylkingunar utan stjórnar við þær aðstæður sem nú eru upp!!  Algjörlega stikkfrí og óflekkuð.  Flokkurinn hefði jafnvel hlotið hreinan meirihluta við þær aðstæður.  En það er auðvelt að vera vitur eftir á! 


mbl.is Fordæmir innrás á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltof langt gengið í mótmælum! Ólýðandi með öllu!

Hér er greinilega um mjög öfgafulla mótmælendur að ræða, sem bera hvorki virðingu fyrir eigum annara eða lýðræðislegri umræðu, hvað þá að þeir taki ábyrð á eigin gjörðum.  Þessi framganga er í senn ólýðræðisleg, heimskuleg og með öllu óásættanleg.  Viðkomandi mótmælendur eiga ekkert betra skilið en að sitja í fangaklefa yfir áramótin og jafnvel lengur. 

Sjálfur tók í þátt í friðsamlegum mótmælum á Austurvelli sl. laugardag kl. 15, þar sem ég er ekki sáttur við stöðu mála.  En ég óttast það svolítið að þessir mótmælendur í dag, muni kasta rýrð á aðra mótmælendur, sem vilja mótmæla á friðsaman og málefnalegan hátt, vona þó að svo verði ekki. 

Ég hreinlega sé ekki tilganginn með því að skemma það fyrir öllum þorra almennings að horfa á árlegan sjónvarpsþátt, þar sem lýðræðisleg umræða fer fram, stjórn og stjórnarandstaða takast á.  En þetta er að sjáfsögðu afleiðing af því skelfilega ástandi sem nú er uppi, en réttlætir það þó ekki á einn eða neinn hátt.  Burt með svona vitleysinga!!


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni, en hvað gera sjálfstæðismenn í janúar?!

Góður meirihluti fylgismanna ESB er auðvitað fagnaðarefni.  Það vekur hins vegar athygli mína að samkvæmt þessari könnun eru ekki nema 24% fylgjandi en 54% andvígir!  Ég held að því miður munum við ekki ganga í sambandið nema Sjálfstæðisflokkurinn sé fylgjandi. 

En hvað landsfund Sjálfstæðisflokksins varðar, þá geri ég fastlega ráð fyrir því að flokkurinn klofni í kjölfarið, á hvorn veginn sem fer.  Hvort sem flokkurinn verður fylgjandi umsókn eða ekki.  Held þeir verði þó í verri málum efa þeir ákveða að breyta stefnunni ekki, þrátt fyrir þessar tölur.  Þá yrðu kosningar í kjölfarið og atvinnurekendurnir í flokknum munu ekki una þeirri niðurstöðu og flokkurinn myndi örugglega klofna.  Svo er sSpurning hvort Davíðsarmurinn færi ekki fram sér ef Evrópuaðild verður samþykkt!


mbl.is Meirihluti styður ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokknum stillt upp við vegg!

22. október sl. lýsti ég þeirri skoðun minni í þessu bloggi: http://egillrunar.blog.is/blog/egillrunar/entry/683097/ að nú yrðu Samfylkingarmenn að setja Sjálfstæðisflokknum afarkosti, annaðvort að samþykkja að sækja um aðild að Evrópusambandinu eða horfast í augu við stjórnarslit og nýjar kosningar. Nú er nákvæmlega þetta að gerast eftir mínum heimildum.  Ríkisstjórnin hangir í raun á bláþræði og Sjálfstæðisflokkurinn er kominn upp við vegg og á ekki nema um tvennt að velja.  Annað hvort breyta þeir afstöðu sinni til Evrópuaðildar og eða samþykkja breytingar á yfirstjórn Seðlabankans eða hlutverki núverandi ríkisstjórnar er lokið.  Varla þykir þeim fýsilegt að fara í kosningar við núverandi aðstæður! 

Hvað Icesave deiluna varðar þá tel ég einu færu leiðina vera þá að semja um greiðslur og það strax, þó ekki um hvað sem er, ekki ef við eigum að sitja uppi með 600 milljarða eða meira sem leggjast á skattgreiðendur, en ég trúi því ekki að það geti orði svo mikið, kannski í mesta lagi 2-3 hundruð milljarðar.


mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær sigur, frábær dagur í enska boltanum.

Robbie Keane er hér að leika Scott Carson markvörð WBA og...WBA átti aldrei séns gegn firnasterkum púllurum.  Þá var það hreint út sagt frábært að Robbie Keane skyldi loksins skora í deildinni.  Ég var satt að segja farinn að hafa smá áhyggjur af Keane.  En vonandi er hann mættur til leiks af krafti! Mínir menn eru á mikilli siglingu og ekki versnar staðan þegar Torres er komin aftur í gang.

Þá var það nú síður en svo til að spilla deginum að Man U skyldi tapa fyrir Arsenal.  Alltaf ánægjulegt þegar þeir tapaDevil.


mbl.is Keane með tvö mörk í sigri Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti svarti forseti Bandaríkjana staðreynd!

Þetta er sannarlega sögulegur dagur.  Barack Obama er nú öruggur með það að verða fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna.  Ég var nú ekki of bjartsýnn á sigur hans framan af, en þegar á leið fór ég smám saman að trúa því að hann myndi vinna. Var þó fylgjandi Hillary Clinton í forkosningunum.

Ég sé ástæðu til að óska heimsbyggðinni allri til hamingju með sigur Obama.  Heimurinn hefur breyst til hins betra með valinu á honum og mun breytast til hins betra.

NBC: OBAMA WINS // File photo of Sen. Barack Obama (© Joe Raedle/Getty Images)


mbl.is Obama með 207 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband