Alltof langt gengið í mótmælum! Ólýðandi með öllu!

Hér er greinilega um mjög öfgafulla mótmælendur að ræða, sem bera hvorki virðingu fyrir eigum annara eða lýðræðislegri umræðu, hvað þá að þeir taki ábyrð á eigin gjörðum.  Þessi framganga er í senn ólýðræðisleg, heimskuleg og með öllu óásættanleg.  Viðkomandi mótmælendur eiga ekkert betra skilið en að sitja í fangaklefa yfir áramótin og jafnvel lengur. 

Sjálfur tók í þátt í friðsamlegum mótmælum á Austurvelli sl. laugardag kl. 15, þar sem ég er ekki sáttur við stöðu mála.  En ég óttast það svolítið að þessir mótmælendur í dag, muni kasta rýrð á aðra mótmælendur, sem vilja mótmæla á friðsaman og málefnalegan hátt, vona þó að svo verði ekki. 

Ég hreinlega sé ekki tilganginn með því að skemma það fyrir öllum þorra almennings að horfa á árlegan sjónvarpsþátt, þar sem lýðræðisleg umræða fer fram, stjórn og stjórnarandstaða takast á.  En þetta er að sjáfsögðu afleiðing af því skelfilega ástandi sem nú er uppi, en réttlætir það þó ekki á einn eða neinn hátt.  Burt með svona vitleysinga!!


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir að mótmælin gengu allt of langt í dag og mótmælin gátu ekki talist friðsamleg. Hörður Torfason er afar illa að titli sínum kominn, að mínu mati.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 03:50

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er alveg að koma nóg af þessu huglausa hettuklædda liði!

Óttarr Makuch, 3.1.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband