Að mínu mati er brýnasta málið í stjórnmálum í dag að sækja um aðild að ESB! Gjaldmiðillinn okkar, krónan er algjörlega búin og er handónýtur gjaldmiðill. Þá er orðspor okkar á alþjóðavísu rúið trausti og flæði erlends fármagns inn í landið við það að stöðvast með öllu. Þá eru háir vextir að drepa bæði fyrirtækin og heimilin í landinu.
Þetta getum við mest allt lagað, bara með því einu að sækja um aðild að ESB! Með því myndum við róa erlenda kröfuhafa og auka mjög tiltrú og traust alþjóðasamfélagsins á okkur! Málið er einfaldlega þannig í mínum huga að við höfum allt að vinna og engu að tapa! Við hvað eru menn hræddir?! Það er engu líkara en að andstæðingar aðildarumsóknar óttist dóm þjóðarinnar. Af hverju ekki að sækja um, sjá hverju við náum fram og leyfa þjóðinni síðan að ákveða hvort að við gerumst aðilar eða ekki.
Stjórnmál og samfélag | 5.4.2009 | 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkvæmt heimildarmönnum mínum úr Sjálfstæðisflokknum logar þar allt í illdeilum vegna nýkjörins formanns Bjarna Benediktssonar. Alls óvíst er að takist að sætta stríðandi fylkingar. Það sem fer helst fyrir brjóstið á andstæðingum Bjarna eru aðferðir þær sem hann notaði í kosningabaráttuni um formannskjörið, m.a. var hringt í fólk um miðjar nætur og því hótað öllu illu ef það styddi ekki Bjarna!
Þá segja heimildir mínar einnig að Bjarni hafi t.d. lítinn sen engann stuðning meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Þeir tóku því t.d. mjög illa hvernig Bjarni og hans menn tóku framboði Kristjáns Þórs, urðu bálreiðir og töldu það hið mesta óráð! Mikil lýðræðisást það? Nú liggur nýkjörinn formaður undir feldi til að finna leið til að sætta fylkingar, allt ku vera á suðurpunkti!
Okkur andstæðingum flokksins leiðast ekki þessi tíðindi!
Hvað Samson eignarhaldsfélag varðar grunar mig sterklega að þar séu menn ekki með hreint mjöl í pokahorninu, eins og hjá svo mörgum af útrásarvíkingum, en meira af því síðar.
Samson greiddi fé til Tortola | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.3.2009 | 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er hrein unun að horfa á Liverpool þessa dagana, 13 mörk í síðustu 3 leikjum og það ekki á móti neinum aukvisum, Real, Man U og nú Aston Villa.
Ég er nú orðinn mjög vongóður um að þeir taki Englandsmeistaratitilinn, ef þeir halda áfram á þessari braut og vinna þá leiki sem eftir eru, þá tekst það. Áfram nú Liverpool!
Gerrard með þrennu og eins stigs munur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.3.2009 | 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að sjálfsögðu er ekki hægt að útiloka það að nýju framboðin nái mönnum á þing þó að þau séu að mælast lág í skoðanakönnunum. Hins vegar verður það að teljast fremur ólíklegt eins og staðan er í dag.
Það kemur mér sannarlega ekki á óvart að ný framboð eigi ekki upp á pallborðið núna. Fólk sér einfaldlega ekki neina lausn í því að fjölga stjórnmálaflokkunum sem sitja á Alþingi. Í því brothætta og óvissa ástandi sem samfélagið glímir við í dag er betra að hafa stærri og færri flokka, til að takast á við þau miklu verkefni sem framundan eru, s.s. að bjarga heimilum og fyrirtækjum.
En varðandi úrslitin úr prófkjörum flokkana, sem komin eru, verð ég að segja að ég bjóst við meiri endurnýjun, ef mið er tekið af umræðinni í þjóðfélaginu að undanförnu. En endurnýjunin er þó svolítil. Mér sýnist þegar á allt er litið gætu komið 23-26 nýjir þingmenn eftir kosningar, sem verður nú að teljast viðunandi.
Það sem vakti hins vegar sérstaka athygli mína og ég vil leyfa mér að segja ákveðna undrun einnig, voru úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það er einkum tvennt sem kom mér á óvart, annarsvegar það, að í fyrstu sex sætunum (en skv. skoðanakönnunum fá þeir ekki nema sex menn í Reykjavík) eru engir nýliðar, hér eru um að ræða þá Illuga Gunnarsson í 1. sæti, Guðlaug Þór Þórðarson í 2. stæti, Pétur H. Blöndal í 3. sæti, Ólöf Nordal í 4. sæti, Sigurður Kári Kristjánsson 5. sæti og Birgir Ármannson í 6. sæti. Sami karlalistinn þar á ferð! Hinsvegar kom mér á óvart að þau öfl sem kennd hafa verið við frjálshyggjuarm flokksins unnu góðan sigur og er ég þá sérstaklega með þá tvímenninga í huga, Sigurð Kára og Birgir Ármannsson, eða Davíðs æskuna eins og einhver kýs að kalla þá. Þessi niðurstaða flokksins getur varla gagnast honum vel, þ.e. fylgið mun ekki sópast að honum!
Ekki hægt að afskrifa neina lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.3.2009 | 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér fannst Davíð á að sumu leiti ólíkur sjálfum sér í þessu viðtali, hann var augljóslega í varnarstöðu, sem kemur nú ekki á óvart, þá var eins og sjarminn og leiðtogahæfileikarnir væru foknir út í veður og vind. Hrokinn var þó ennþá til staðar, réðst t.a.m. aftur og aftur á Sigmar, sem kom reyndar ekki nægilega vel undirbúinn í vitalið.
Þegar maður vegur og metur framgöngu og "frammistöðu" Davíðs í þessu viðtali, er að mínu mati nauðsynlegt að hafa í huga að hér fór maður, sem hefur verið leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum síðan 1982 að segja má, en þá varð hann Borgarstjóri í Reykjavík. Hann hefur nánast ráðið því sem hann hefur viljað ráða a.m.k. frá 1991 þegar hann var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins til ársins 2007, þegar stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins varð að veruleika.
Nú situr hann skyndilega frammi fyrir því að vera sparkað út úr Seðlabankanum og standa uppi, valdalaus. Viðbröðin eru þau að eitt allsherjar samsæri sé í gangi gegn sér, að öll þjóðin hafi verið heilaþveginn og hann sé eini maðurinn með viti, allir hinir séu fífl! Hann ætlar að taka Sjálfstðisflokkinn með sér í fallinu, sem ég myndi nú ekki gráta!
Davíð í Kastljósviðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.2.2009 | 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart. Davíð er þeirrar gerðar að honum finnst það væntanlega skelfileg tilhugsun að standa allt í einu uppi valdalaus, maður sem hefur haft nánast öll völd í hendi sér í tæp 18 ár! Það sýður á kallinum, eins og sjá má af viðbrögðum hans.
Davíð er hins vegar ekki bara að skaða mannorð sitt meira en orðið er heldur einnig sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn, held það geti ekki verið í hans þágu að hann fari í stríð við þjóð og ríkisstjórn. Það er öllum óleikur gerður með þessum viðbrögðum.
Í Guðanna bænum Davíð, gakktu út til að forða þér og öðrum frá meiri skaða.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.2.2009 | 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á vefritinu Heimur. is var framkvæmd skoðanakönnun á fylgi flokkana, en einnig spurt hvern fólk vilji sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins.
Tekið af vefslóðinni:
,,Spurningin var opin, þ.e. ekki voru nefnd ákveðin nöfn.
Þar fengu tveir þingmenn áberandi mest fylgi, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Um 56% aðspurðra nefndu eitthvert formannsefni. Bjarna nefndu 43% og Þorgerði 37%. Kristján Þór Júlíusson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Davíð Oddsson og Illugi Gunnarsson fengu allir milli 2 og 4 prósent stuðning.
Ef aðeins er litið á fylgismenn Sjálfstæðisflokksins nefndu 57% þeirra sem afstöðu tóku Bjarna, 22% Þorgerði, 5% Kristján Þór, 4% Guðlaug Þór og 3% Illuga Gunnarsson. Um 83% þeirra sem sagðist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn nefndi eitthvert formannsefni.
Þess ber að geta að aðeins Bjarni hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til formanns. "
Ég get nú ekki annað en brosað að þessum vinnubrögðum stuðningsmanna Bjarna. Ég veit ekki betur en að náfrændi hans eigi veftímaritið og Bjarni er sá eini sem hefur lýst yfir framboði!!
Mér er hins vegar nokk sama hver verður formaður flokksins, en þykir þó ljóst að ef það verður Bjarni, þá er ekki hægt að segja að það sé mikil endurnýjun! Hann er í kolkrabbaættinni og tilheyrir þeim armi, sem hefur verið kenndur við flokkseigendurna. Er ég einn um þessa skoðun?
Stjórnmál og samfélag | 6.2.2009 | 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef að mínir menn spiluðu svona í hverjum leik, þá væri gaman að lifa, það var bara eitt lið á vellinum og það bæði fyrir og eftirr brottrekstur Franks Lamparts. Ef við höldum áfram á þessari braut þá hömpum við titlinum eftir 18 ára bið! Sama bið og hjá VG!
En ég fagna því einnig að í dag tók ný ríkisstjórn við völdum og fyrsta konan sem forsætisráðherra Íslands orðin staðreynd en meira um þau mál síðar.
Torres tryggði Liverpool sigur á Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 1.2.2009 | 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var að ræða um Bjarna Ben við mína nánustu og við vorum sammála um það að ef maður myndi fletta upp orðinu sjálfstæðismaður í orðabókinni ætti að koma mynd af Bjarna Ben! Hann hefur nafnið með sér ættarveldið og útlitið svo eitthvað sé nefnt! Hvort að það sé hins vegar það sem fólk vill skal hins vegar ósagt látið!
Bjarni staðfestir framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.2.2009 | 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ný framboð, allavega þau sem í umræðunni eru, tel ég að geri ekkert annað en að auka líkur Sjálftæðisflokksins á að ná völdum á ný. Ég efast um að það sé það sem forsvarsmenn þessara framboða vilja, atvkæði þeirra munu að mestu leiti koma frá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins.
Tvö ný framboð í burðarliðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.1.2009 | 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar