Ég sagði það! Glæsilegt!

Til hamingju Ísland.  Ég sagði það eftir forkeppnina hér heima að ef að við kæmumst ekki áfram núna þá væri eitthvað að og við ættum þá að hætta þátttöku.  En nú gerist ekki þörf á því og ég er að fara í Eurovisionpartý á laugardagskvöldið!

Framistaða þeirra Regínu og Friðriks á sviðinu í kvöld var frábær, söngurinn og hljóðið nánast óaðfinnanlegt.  Hvort þau komist hins vegar í topp 10 er hins vegar spurning.  Ég ætla að leyfa mér að spá því að Ísland lendi í 6. sæti í ár. 


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Eins og einhver söng "til hamingju Ísland, því ég fæddist HÉR"  haha

En til hamimgju með sigur þinna manna, þrátt fyrir að þeir hafi nú ekki verið betri aðilinn í leiknum og alltaf leiðinlegt að vinna titil á vítaspyrnukeppni því þar er það kannski fyrst og fremst spurning um heppni.

En engu að síður Egill minn til hamingju með sigurinn!

Já þetta var flott framistaða hjá okkar fólki í söngvakeppninni, maður segir enn okkar fólki svo er spurning hvernig gengur í kvöld hvort þetta verða "þessir listamenn" eða áfram okkar fólk   Svona svipað og með landsliðið þegar það sigrar þá eru þetta okkar strákar en þegar þeir tapa þá munum við varla hvað þeir heita!

Óttarr Makuch, 24.5.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband