Hægri grænir? Vatn á millu stóriðjusinna?

  Framtíðarlandið ákvað að bjóða ekki fram í næstu Alþingiskosningum, sem ég fagna mjög sem meðlimur í þeim samtökum.  Þetta eru þverpólitísk grasrótarsamtök og eiga að vera það áfram.  Ég tel að fleiri framboð til Alþingis séu einfaldlega vatn á millu stóriðjusinna og fylgi við slík framboð myndi fyrst og fremst koma frá þeim sem eru óánægðir með ríksstjórnina og verða vatn á millu hennar, dreifa kröftum okkar sem viljum breytingar.

  Hins vegar er það ekki óhugsandi að ,,Hægri greinir" skipaðir öflugum einstaklingum myndu ná að höggva eittvað í raðir Sjálfstæðismanna, sem vilja stöðva stóriðjustefnuna og eru umhverfisverndarsinnar.  Ég hef vissulega heyrt í fólki sem eru umhverfisverndarsinnar en eru ekki tilbúnir til að kjósa VG eða Samfylkingu.  ,,Hægri grænir" þyrftu því kannski ekki að hafa svo slæm áhrif á hið pólitíska landslag.  Engu að síður hallast ég að því að það verði til hins verra þegar upp verður staðið.


mbl.is Ómar Ragnarsson telur auknar líkur á framboði umhverfisverndarsinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband