Ánægjulegur sigur Röskvu. Fyrirboði fyrir vorið!

  Ánægjulegur sigur Röskvu í Háskólakosningunum! Röskva endurheimti meirihluta sinn í Stúdentaráði hlaut 1635 atkvæði og 5 fulltrúa en Vaka hlaut 1615 atkvæði og 4 fulltrúa, munaði sem sagt ekki nema 20 atkvæðum.  Þegar ég var í Háskólanum voru mínir menn í Röskvu ósigrandi og unnu á hverju ári, vökumenn urðu að sama skapi ávallt fyrir miklum vonbrigðum, áttu aldrei möguleika.

  Einn fyrrverandi Röskvumaður, Björn Ingi Hrafnsson, bendir á það í pistli sínum að umhugsunarefni sé hvers vegna dramur margra, þar á meðal minn, um yfirfærslu Röskvu í landsmálin hafi ekki náð að verða að veruleika.  Í Háskólanum hafa vinstrimenn borið gæfu til að vinna mjög vel saman. 

  Vissulega er um fleiri og stærri ágreiningsmál á ræða í landsmálunum en í Háskólapólitíkinni, s.s. afstaðan til einkavæðingar eða framkvæmd hennar, stóriðjumál ofl.  Engu að síður held ég að ,,Röskvumenn" ættu að geta unnið vel saman á landsmálasviðinu og vísa ábyrgðinni á því að svo hafi ekki orðið á Framsóknarmenn, sem hafa verið eins og hundur í bandi íhaldsins í 12 ár, beigt sig og bugtað í hverju málinu á fætur öðru og horfið frá manngildisstefnunni sem ég tel að þeir hafi fylgt á árum áður. 

 Ég hef trú á því að þessar kosningar í Háskólanum nú séu fyrirboði um sigur félagshyggumanna í kosningunum í vor.  Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar ákveðið að veðja á áframhaldandi ríkistjórn D og B og líma sig við Sjálfstæðisflokkinn. Þannig að í kosningunum í vor gilda 2 fyrir 1 varðandi þessa flokka, kjósirðu Framsókn færðu Sjálfstæðisflokkinn í ,,kaupbæti" og öfugt, kjósirðu Sjálfstæðisflokkinn færðu Framsókn í ,,kaupbæti"!  Það er algjörlega kristaltært í mínum huga að ef þessir flokkar fá áfram meirihluta þá munu þeir halda áfram að vinna saman, þeir hafa beinlínis sagt það sjálfir!  Ríkistjórnin eru að þrotum kominn að mínu mati og verður að fara frá.

 

 


mbl.is Röskva hlaut flest atkvæði í kosningum til Stúdentaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Egill,

Gætir þú bent mér á hvar það hefur "beinlínis" verið sagt að D og B muni starfa áfram eftir næstu kosningar??  Það hefur hingað til verið venja D að fara óbundnir til kosninga og þar verður enginn breyting á. 

En það gleður mig að þú ert tilbúinn að yfirgefa Samfylkinguna og styðja við bakið á nýjum "öflugum" jafnaðarmannaflokki sem væri með  bókstafinn R = Röskva. 

Ertu búinn að skrifa undir dánavottorð Samfylkingarinnar eins og margur félagsmaður hennar?

Óttarr Makuch, 9.2.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Sæll félagi,  Gaman að þú skyldir spyrja að þessu einmitt núna þar sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Framsóknarmaður sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að núverandi stjórnarflokkar ættu að starfa saman áfram ef þeir fengju til þess fylgi!  Þinn formaður er að vísu ekki eins ,,vitlaus" og Valgerður og hefur ekki sagt þetta hreint út, en svona óbeint, þessir flokkar hefðu starfað mjög vel saman og hann sægi ekki neina breitingu á því eða eitthvað í þá veruna.  Sem sagt 2 fyrir 1 í vor.  Ertu ekki sáttur við það?  Ég er aldeilis ekki búinn að skrifa undir dánarvottorð Samfylkingarinnar og þegar ég tala um ,,Röskvumodelið" er ég þá fyrst og fremst að tala um Samfylkingu og VG ásamt öðrum félagshyggjumönnum

Egill Rúnar Sigurðsson, 9.2.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Þið mynduð þá væntanlega bjóða fram undir nafni VG þar sem hann er stærri flokkurinn miðað stöðuna eins og hún er í dag!  Ætli það væri ekki vænlegra fyrir ykkur að bjóða fram undir nýju nafni Röskvu á landsvísu.

Ég get auðvitað ekki svarað fyrir Framsókn en ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn gengur óbundin til kosninga eins og hann hefur alltaf gert.  Það er ekkert sjálfgefið og því fráleitt að tala um 2 fyrir 1. 

En það væri gaman að vita með "kaffibandalagið" er það on eða off.  Það vantar reyndar einn flokk inn í bandalagið þar sem Frjálslyndir eru varla lengur þar, eða hvað?

Óttarr Makuch, 9.2.2007 kl. 22:24

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Kaffibandalagið svokallaða er ennþá ,,on", en vissulega hafa líkurnar á því minnkað eftir að ,,Frjálslyndir" fóru að tala eins og þeir tala, sumir hverjir a.m.k., um innflytjendur, en þeir eru svolítið eins og óskrifuð bók í augnablikinu blessaðir, engir listar komnir fram ennþá, þ.a. það er eiginlega ekki hægt að ráða í þá alveg strax.  En ég endurtek það að í mínum huga er það alveg kristaltært að ef núverandi stjórnarflokkar fá meirihluta þá munum við fá sömu helmingaskiptastjórnina áfram, málsvara gamla kolkrabbans(D) og eignarhaldsfélag erfðahluta SÍS (B)! 

Egill Rúnar Sigurðsson, 9.2.2007 kl. 23:58

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Þú verður að sýna þolinmæði gagnvart Frjálslyndum, auðvitað geta þeir ekki sett fram listana sína strax, þeir eru enn að bíða og vona eftir fólki úr öðrum flokkum, nú eða sjá hverjir eru á leið úr þeirra eigin flokki, mér skyldist að það væri búið að vera ansi mikið um úrsagnir frá því þeir hentu Margréti á hauganna. 

Óttarr Makuch, 10.2.2007 kl. 00:13

6 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Já, þeir taka við öllum ,,fallistunum" úr hinum flokkunum og öllum sem viklja hugsanlega ,,vera memm".  Kiddi sleggja kominn yfir og þar með búinn að skipta tvisvar um flokk.

Egill Rúnar Sigurðsson, 10.2.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband