Konur sem stjórnmálaleiðtogar. Hindrun í vegi?

Það er ótrúlegt en satt að enn þann dag í dag á 21. öldinni skulum við ennþá eiga erfitt með að sætta okkur við konur sem pólitíska leiðtoga.  Þær konur sem sækjast fast eftir því og þær sem ná þeim áfanga að verða forystumenn sinna flokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hér heima, Hillary Clinton í bandaríkjunum og Segolene Royal í Frakklandi svo einhverjar séu nefndar eru gagnrýndar á annan hátt en karlmenn í þessum stöðum.  Þær eru sagðar Gribbur, kaldar og hranalegar (Royal í Frakklandi) og þar fram eftir götunum.  Þá er eins og þær megi ekki láta kveða of mikið að sér, vera ,,of harðar" eða ,,of beinskeyttar" þá eru þær rakkaðar niður. 

Ég efast t.d. stórlega um það að ef að karlmaður hefði flutt Borgarnesræðurnar frægu fyrir síðustu þingkosningar hefðu þær ekki valdið jafn miklu fjaðrafoki og raunin varð.  Þá fara ótrúlega margir út í mjög svo ómálefnalega umræðu þegar kvennleiðtogar eru annars vegar, mér dettur ekki einu sinni í hug að setja það á prent sem pólitískir andstæðingar hafa kallað Ingibjörgu Sólrúnu til þess að koma höggi á hana. 

Það er eftirtektarvert að oft er eins og konur nái bara ,,visst langt" en ekki alla leið. í fyrstaskipti í sögunni á kona möguleika á því að verða kosin forseti bandaríkjanna og í Frakklandi er það einnig raunhæfur möguleiki að Segolene Royal verði forseti.  Nú þegar er þó kona Kanslari í Þýskalandi.  Ef þær Hillary og Segolene ná þessum áfanga gæti það orðið til þess að brjóta þessar,,ósýnilegu" hindranir kvenna niður.  Þá væri nú gaman að því ef að við íslendingar bærum gæfu til þess að velja konu í stól forsætisráðherra í fyrsta sinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég er hjartanlega sammála, oft virðist vera einhver ósýnilegur veggur sem konur ná ekki að komast í gegnum.  EN þetta má ekki heldur snúast upp í að konur eigi að fá eitthvað af því þær eru konur.  Þetta hlýtur að þurfa haldast í hendur við færni, dugnað og karakter hvers og eins hvort heldur sem það er karl eða kona.

En þú talar um að það væri gæfa að velja konu í stól forsætisráðherra í fyrsta skipti, er það þá orðið mettnaðurinn að fá bara konu hver svo sem hún er bara af því að það hefur aldrei verið kona sem gegn hefur því embætti?  Fyrst af öllu hlýtur að þurfa að vera hæf kona til staðar og eins og hlutirnir eru í dag þá sé ég enga konu sem er í fyrsta sæti stjórnmálaflokks sem væri hæf í það starf, því miður. 

Óttarr Makuch, 10.2.2007 kl. 23:54

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Svona er greinilega misjafn dómur manna og kvenna.  Ég get bara einfaldlega ekki verið sammála þér Arndís.  En ég er ekki að segja að Ingibjörg sé óhæf til alls, síður en svo en ég er ekki sammála því að hún geti verið forsætisráðherra sérstaklega ekki þegar hún hefur á að skipta óhæfu fólki sér til aðstoðar líkt og hún hefur sagt sjálf um sinn þingflokk.  Miðað við "sögurnar" sem heyrast innan úr herbúðum Samfylkingarinnar þá virðist vera styttast hratt í formansskipti í flokknum og gæti það gerst fyrr en fólki grunar.  En auðvitað eru það sögur en ekki staðreyndir eða í það minnsta eins og staðan er í dag!

Óttarr Makuch, 11.2.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband