Kiddi ,,sleggja" í 2. sætið!

  Jæja þá er það orðið ljóst að Kristinn H. Gunnarsson, eða Kiddi ,,sleggja" kemur til með að skipa 2. sætið á lista Frjálslynda flokksins í Norðvestur kjördæmi.

  Ég get ekki sagt að þetta hafi beinlínis komið á óvart, bjóst frekar við þessu.  Það hefði þó að mínu mati verið meiri áræðni fólgin í því fyrir Kristinn að taka 1. sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmana, en líklega hefur hann ekki lagt í þann slag og metið möguleika sína meiri í 2. sæti í höfuðvígi flokksins (NV kjördæmi). Eins kann að vera að hann vilji með þessu móti forðast útlendingaumræðu flokksins.

  Ég er nokkuð viss um að þetta styrkir Frjálslynda flokkin í NV kjördæmi, þar sem Kristinn hefur heilmikið persónufylgi.  Hins vegar er ég ekki viss um að hann verði lengi vinsæll í flokknum, þar sem hann þrífst greinilega illa í flokkum yfirleitt.  Ég hefið t.a.m. ekki viljað fá hann í Samfylkinguna! 


mbl.is Kristinn í 2. sæti hjá Frjálslyndum í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Nú hefur flakkarinn sem hefur glumið á kosninganóttum hlotið nýja merkingu.

Jón Sigurgeirsson , 21.2.2007 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband