Rússnensk kosning hjá VG!

  SteingrímurSteingrímur J. og Katrín voru kosin rússneskri kosningu sem formaður og varaformaður hjá VG.  Atkvæðagreiðslan var framkvæmd með lófaklappi.  Hefði þó verið skemmtilegra að sjá fylgi þeirra í prósentutölum í leynilegri kosningu. 

  Steingrímur er öflugur stjórnmálamaður, mikill ræðuskörungur og fylginn sér.  Í rauninni sé ég engann annann sem gæti keppt við hann um formannsembættið innan VG.  Þá leyfi mér að efast mjög um það að VG væru á því flugi sem þeir eru í dag ef ekki væri fyrir Steingrím J.  Í mínum huga er hann Vinstri hreyfingin grænt framboð.

  Það er svo umhusunarvert að ef VG fær það fylgi sem þeir eru að mælast með þá komast margir gamlir allaballar inn á þing.  Er þá ekki komið ,,nýtt alþýðubandalag", skipað innsta kjarna gamla ,,flokkseigendafélagsins".  í mínum huga er margt af þessu fólki þjóðernissinnaðir íhaldsmenn sem hafa lítinn áhuga á framförum, nýsköpun og sókn atvinnulífsins. Ég efast hins vegar ekki um það að þeir munu standa sig vel og gera margt gott í velferðar og umhverfismálum komist þeir í stjórn.


mbl.is Steingrímur endurkjörinn formaður og Katrín varaformaður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er ekki fögur lýsing sem þú setur upp á þeim flokki sem stendur með þínum flokk að Kaffibandalaginu.  Það væru þá ekki amarlegt kosningaslagorð flokkanna í kosningunum "veljum stöðnun höfnum framförum og útilokum nýsköpun"

Nú er spurningin hvað Ingibjörg gerir þegar það virðist vera orðið ljóst könnun eftir könnun að Samfylkingin er orðin minni flokkur en Vinstri Grænir.

Óttarr Makuch, 25.2.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég er ekki að segja að VG sé ekki ,,stjórntækur flokkur".  Punkturinn er sá að mikilvægara sé að Samfylkingin sé nógu stór til þess að tryggja framfarir og nýsköpun og beina VG inn á rétta braut.  Þá er mikill samhljómur á milli VG og Samfylkingar í umhverfismálum.  Ég er einungis að benda á þessa hættu.  Því skiptir máli að samstarfsflokkur þeirra sé nógu sterkur til að halda þeim við efnið.

Egill Rúnar Sigurðsson, 25.2.2007 kl. 17:59

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Þú ert væntanlega að vitna til nýjustu stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum.  Ég er ekki svo viss um að það sé mikill samhljómur milli þessara tveggja flokka í þeim málum, sérstaklega þegar Samfylkingin virðist skipta jafn oft og skjót um skoðanir og stefnur og veðráttan breytist hér á landi. 

Held reyndar að þessir tveir flokkar muni vart koma sér saman um hver skyldi verma forsætisráðherrasætið ef svo ólíklega vildi til að þeir næðu meirihluta í næstu kosningum.  Held að fylgið muni dala þegar nær dregur en spurningin er bara hvort flokkurinn kemur til með að dala meira, ég hallast reyndar að því að það verði VG.

Óttarr Makuch, 25.2.2007 kl. 20:23

4 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Þú gleymir þeim mikilvæga þætti í þessu að þá er friður fyrir þeim í Samfylkingunni og hún vænni kostur af þeim sökum.

Jón Sigurgeirsson , 26.2.2007 kl. 23:34

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Rétt hjá þér Jón, gott að vera laus við þá!

Egill Rúnar Sigurðsson, 27.2.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband