Örvæntingfullar tilraunir Framsóknar!

Þær eru satt að segja hlægilegar þessar örvæntingafullu tilraunir Framsóknarmanna til að aðgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum og búa til einhvern ágreining við hann nú ,,korteri fyrir kosningar".  Ég get ekki ímyndað mér að nokkur falli fyrir þessari gömlu og úrsérgengnu taktík.

Hins vegar fagna ég því út af fyrir sig ef Framsókarmenn ætla að halda þessu til streitu og slíta stjórnarsamstarfinu, ef ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki tekið inn í stjórnarskrá áður en þingi verður slitið.

Einhvern veginn hefur Framsókn tekist kosningar eftir kosningar að slá ryki í augu almennings og telja fólk trú um að hann sé flokkur sem aðhyllist manngildis og félagshyggjustefnu og lofað bót og betrun.  En ekki meir, ekki meir!  Það er ekki endalaust hægt að hafa fólk að fíflum.  Frammarararnir björguðu sér tvisvar í röð frá falli í deildinni en í þriðja skiptið tókst það ekki.  Eins verður það með Framsóknarflokkinn!

 

p.s.  Alveg er t.d. dæmalaust að sjá hinn hressa Björn Inga haga sér eins og flokkur hans hafi aldrei komið nálægt stjórn Reykjavíkurborgar.  Hann tekur fullan þátt í gagnrýni á R-listann og fyrrir sig allri ábyrgð á verkum hans, þó Framsókn hafi átt aðild að honum og í raun ráðið þar allt of miklu miðað við stærð eins og er svo algengt hjá Framsókn.  Stærsti galli R-listans var Framsóknarflokkurinn og verk hans þar!  Nei, nú hvílum við Framsókn!


mbl.is Núningur og kurr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband