Táknmynd nútímans?

LífsgæðakapphlaupSkelfilegt að heyra af svona atviki.  Fyrir það fyrsta hefur lögreglan greinilega ekki verið að standa sig, fáránlegt að menn skyldu ekki leita af sér allan grun í íbúð konunar.  En það er nú ekki það versta, heldur það að engin ættingi eða vinur hafi hugað að blessaðri konunni. 

Því miður held ég að hinn vestræni heimur með hraða sínum og lífsgæðakapphlaupi stefni hraðbyri í þessa átt.  Fólk er orðið allt of upptekið af því að vinna nógu mikið til þess að geta keypt sér sumarbústað, jeppa og plasma eða LCD sjónvörp en gleymir að rækta fjölskyldutengslin, svo sem að sinna börnum og gamalmennum eða ættingjum og vinum.  Vona að við vöknum einhverntíman til vitundar að lífið sé annað og meira en botnlaus vinna og dauðir hlutir.


mbl.is Fannst á heimili sínu eftir að hafa verið týnd í fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta eru ótrúlega algeng atvik hér á okkar litla landi, þótt ekki sé um slíkan tíma að ræða.  Einhverja daga, vikur og jafnvel mánuði eru dæmi um.

Synd og skömm og eins og þú segir...tímanna tákn. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Sammála þér Hallur.

Egill Rúnar Sigurðsson, 12.3.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband