Tvöföldun bjargar mannslífum! Annað banaslys ársins.

KrossAnnað banaslys ársins er því miður orðið staðreynd. Enn og aftur er það Suðurlandsvegur, sem tekur "þennan toll". Ég er sannfærður um það, að ef til tvöföldunar hefði verið komið, hefði þetta banaslys ekki átt sér stað.

Hversu mörg banaslys þurfa að verða til þess að yfirvöld átti sig á því að grípa verði til aðgerða! Framkvæmdir verða að hefjast strax við tvöföldun Suðurlandsvegar, það bjargar mannslífum!

Ég votta aðstandendum samúðar minnar.


mbl.is Kona lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Gæti ekki verið meira sammála og tek undir allt sem hér er skifað.

Þorsteinn Gunnarsson, 21.3.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég hef aldrei haldið því fram að 2+1 kæmi ekki til greina!  Aðalmálið er að aðgreina umferð úr gagnstæðum áttum!  Ég er ekki að þykjast að vera sérfræðingu Jón, mér heyrist þú vera að halda því fram að þú sért það! Að ég og fleiri séu að tefja mál á meðan að fólk deyr er fáránleg og svívirðileg aðdróttun og í raun ekki svaraverð!

Egill Rúnar Sigurðsson, 22.3.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband