Úlfúð innan Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn?!

Samkvæmt frétt á visi.is er komin upp ágreiningur innan Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um stefnu borgarstjórans í Háspennumálinu.  Fréttin er þessi:

"Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks styður ekki aðferð borgarstjóra"

"Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er andvígur þeirri aðferð borgarstjóra að nota tugi ef ekki hundruð milljóna króna af skattfé almennings til að kaupa út spilasali úr íbúðahverfum borgarinnar. Kjartan telur skynsamlegra að vinna gegn slíkri starfsemi með því að setja inn ákvæði í lögreglusamþykkt eða deiliskipulag. Áform einkahlutafélagsins Háspennu um að reka spilasali í verslanamiðstöðinni Mjódd í umboði Háskóla Íslands mættu harðri andspyrnu íbúasamtaka Breiðholts. Þau söfnuðu á þriðja þúsund undirskriftum gegn spilakössunum og afhentu borgarstjóra í byrjun árs. Borgarstjóri brást við með því að gagnrýna Háskólann harðlega en gekk síðan til samninga við fyrirtækið Háspennu. Borgarráð samþykkti samninginn fyrir helgi en athygli vakti að Sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon sat hjá".

Athyglisvert!  Heyri ekki betur enn margir hægri menn innan flokksins séu orðnir fúlir yfir "bleikum lit" Vilhjálms, og vísa þar m.a. til klámráðstefnunar í því sambandi.


mbl.is Háspenna ætlar að stækka spilasal við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þessi maður að gera í Sjálfstæðisflokknum? Hann og fleiri meðlimir ættu að taka sig til og lesa stefnuskrá flokksins sem meðal annars fjallar um aukningu á frelsi. Er valdafíkn búin að ýta Sjálfstæðisflokknum frá upprunalegu hugsjónunum? Sama hver er við völd þá virðast alltaf vera einhverjar óréttlætanlegar siðferðislegar stýringar. Nákvæmlega sama sagan og með súlustaðina. Svo lengi sem starfsmenn og viðskiptavinir eru þar af fúsum og frjálsum vilja þá er ekki hægt að réttlæta afskipti, óháð hvaða persónulegu skoðanir ýmsir aðilar hafa.

Nú er ég ekki heldur að hvetja til spilamennsku (virðist því miður oft vera túlkað þannig að ef maður vill ekki banna eitthvað að þá sé maður að hvetja til þess). Ég einfaldlega viðurkenni frelsi einstaklingsins auk ábyrgðar á eigin lífi. Sumir geta drukkið áfengi án vandræða, aðrir ekki. Sumir geta farið í spilakassa án vandræða, aðrir ekki. Þó að sumir höndli ekki frelsið þá er það ekki réttlæting fyrir innleiðingu fasisma.  Ég finn til með fíklum og óska þeim öllum bata, hinsvegar ekki á kostnað eigin frelsis til athafna. Svo verður maður að hafa í huga að raunverulegur bati er að geta staðist freistinguna þó hún sé í boði, að fjarlægja freistinguna er eingöngu skyndilausn og eykur líkur á falli seinna á lífsleiðinni.

Geiri (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 05:12

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Kæri Gísli - Þú virðist eitthvað vera misskilja borgarstjóra höfuðborgarinnar.  Hann hefur ekki sagt að hann vilji banna alfarið spilakassa í borginni, hann hefur hinsvegar talað um að það þurfi að endurskoða og eða skipuleggja hvar þessir staðir séu æskilegir og hvar ekki.  Er til að mynda rétt að hafa spilavíti þar sem mikið er af börnum?  Er eitthvað að því að þessir staðir séu ekki alveg í "frontinum", þeir sem ælta á þessa staði það skiptir þá engu máli hvort hann sé staðsettur á laugaveginum eða grettisgötu.

Hvað Kjartan varðar þá er hann einfaldlega að fylgja sinni sannfæringu eins og hann hefur alltaf gert.

Og hvað varðar súlustaðina þá var það nú R Listinn sem bannaði þá í Reykjavík en ekki Sjálfstæðisflokkurinn!  En sama með þá þeir þurfa heldur ekki að vera í "frontinum" því það skiptir þessa staði ekki höfuðmáli.  Til að mynda staðurinn í Kópavogi er ekki beint í alfaraleið og virðist engu að síður ganga ágætlega.

Óttarr Makuch, 27.3.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband