Sjálfstæðisflokkurinn sammála Samfylkingu og VG um stóriðjustopp!

Það sem mér fannst athyglisverðast í þessum  ályktunardrögum Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi landsfund var það að flokkurinn virðist ætla að snúast á sveif með Samfylkingu og VG og styðja stóriðjustopp.  Í drögum að ályktun um iðnaðarmál segir að vegna þennslu sé æskilegt að hægja á ferðinni í virkjunarmálum og nauðsynlegt að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Ekki sé ástæða til að ríkisvaldið beiti sér fyrir frekari uppbyggingu stóriðju.  Hér er hreinlega verið að taka upp stefnu Samfylkingarinnar í þessum málum!

Með þessu er ljóst að flokkurinn ,,þorir ekki" að standa gegn stöðugt vaxandi kröfu þjóðarinnar í þessum málum, sem í sjálfu sér ber að fagna.  Það virðist því vera að Framsóknaflokkurinn verði eini flokkurinn sem vilji ekkert stóriðjustopp, heldur halda ótrauðir áfram!  Ekki hef ég trú á því að þeir græði eitthvað á því, en það kemur í ljós, þegar að talið verður upp úr kjörkössunum.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Held að þeir viti ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga Björgvin!  Nú er Geir reindar búinn að sverja þetta af sér og segir að þeir vilji koma málum þannig fyrir að það verði ekki ríkisvaldsins að byggja upp stóriðju!!  Einhverjar hræringar í flokknum!

Egill Rúnar Sigurðsson, 10.4.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband