Hvernig ætla menn að leysa umferðarmálin á þessu svæði?

Tölvumynd af Norðurturni.Þetta er að vísu glæsileg bygging en mér líst ekki á þetta út frá umferðarsjónarmiðum.  Nú þegar er umferðarþunginn mjög mikill í kringum Smáralindina, hvað þá þegar þessi bygging verður komin í fulla notkun!

Mér skilst að um 1000 manns muni koma til með að starfa í byggingunni og þ.a.l. er ljóst að umferðarþungi muni aukast mikið.  Þar fyrir utan held ég að menn séu að "missa sig" í framboði af skrifstofuhúsnæði og sé ekki annað en fljótlega verði um offramboð að ræða.


mbl.is Fyrsta skóflustungan tekin að Norðurturni við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nota bara minni bíla eins og Ómar Ragnasson segir!Áfram Íslandshreyfingin

Solla og Jón Páll (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Einhvers staðar kom það nú fram að allt rými í húsinu væri nú þegar frátekið.  Svo mun einnig vera með turninn sem er verið að byggja á horni Höfðatúns og Borgartúns.  Staðreyndin er sú að háhýsi þykja mjög eftirsóknarverð fyrir alls kyns sértæka starfsemi, fjármálafyrirtæki, endurskoðun, tryggingar o.fl. mætti nefna.  Sem sagt mikil eftirspurn eftir turnum.

Sveinn Ingi Lýðsson, 21.4.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband