Fólk ánægt með Árna Johnsen?!

Það mætti segja mér það a.m.k. tvisvar ef Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt í Suðurkjördæmi!  Ég gæti fyrir mitt leyti aldrei og ég meina aldrei, kosið lista með mann eins og Árna Johnsen innanborðs og ég trúi því að svo sé um marga aðra. 

Maður sem dæmdur hefur verið fyrir þjófnað frá ríkinu, án þess svo mikið sem iðrast (kallar þetta tæknileg mistök), á ekki erindi á Alþingi Íslendinga!  Maðurinn fengi ekki einu sinni vinnu sem öryggisvörður hjá Securitas, né heldur sem óbreyttur lögreglumaður!  Ég er ekki með þessu að segja að menn geti aldrei fengið uppreist æru eða hlotið fyrirgefningu en í þessu tilviki er þetta glórulaust að mínu mati.  Þó hann sé duglegur og hafi unnið "vel" fyrir sína kjósendur þá hefur hann sýnt af sér siðlausa hegðun og á ekki skilið að hljóta kosningu. 


mbl.is VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sammála!

Haukur Nikulásson, 18.4.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann er afar duglegur og fylginn sér og sínum Johnsen þessi, en það er alveg laukrétt, það er spurning um hvað er eiginlega í gangi. Mér finnst þetta segja mest um trú fólks í kjördæminu á gagnsemi annara frambjóðenda.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.4.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Leiðtogi flokksins í kjördæminu, Árni Mathiesen, er heldur ekki mikill bógur að mínu mati, "flúði" m.a. úr fyrra kjördæmi sínu að ótta við að tapa og hefur ekki beinlínis verið að brillera, hvorki sem sjávarútvegsráðherra né fjármálaráðherra.

Egill Rúnar Sigurðsson, 21.4.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband