Kraftur og framsýni!

frambjo_endur_a_svi_iFrábær Landsfundarræða hjá Ingibjörgu Sólrúnu og ætti að blása jafnaðarmönnum byr í seglin!  Ræðan einkenndist af krafti og framsýni.  Gat því miður ekki verið þáttakandi í Landsfundinum að þessu sinni.  Hefði svo gjarnan viljað upplifa þá stemmingu sem greinilega átti sér þarna stað.

Ingibjörg fór mikinn í ræðunni og fjallaði m.a. um hið hrópandi óréttlæti, sem fellst í eftirlaunafrumvarpi alþingismanna og ráðherra, sem hún sagði að yrði að breyta í samræmi við eftilaunamál venjulegs fólks.  þá talaði hún um að Samfylkingin myndi sjá til þess, kæmist hún til valda, að Ísland yrði tekið út af lista hinna viljugu þjóða, sem styðja Íraksstríðið.

Það er ljóst út frá orðum ISG að aðaláhersla Samfylkingarinnar fyrir þessar kosningar og fyrir framtíðina eru efnahagsmál, umhverfismál og endurreisn velferðarkerfisins.  Vaxandi ójöfnuður væri eitthvað sem ekki væri hægt að líða og biðlistunum yrði að eyða, enda væri Samfylkingi orðin vön því að þurfa að eyða biðlistum eftir stjórn sjálfstæðismanna eins og hún gerði í Reykjavík.

Samfylkingin kemur einstaklega vel undirbúin í komandi kosningar, þar sem heimavinnan hefur verið unnin.  Þar ber sérstaklega að nefna stefnuna Fagra Ísland, Unga Ísland og Jafnvægi og framfarir rit um efnahagsmál og ábyrga fjármálastjórn.

Ég hef fulla trú á því að þessi glæsilegi Landsfundur Samfylkingingarinnar muni auka fylgi flokksins á landsvísu og hvetja alla sanna jafnaðarmenn til að fylkja liði undir merkjum hennar.  Ísland þarf á nútímalegum og lýðræðislega sinnuðum jafnaðarmannaflokki að halda, flokki sem hefur nýjar og ferskar hugmyndir að leiðarljósi og hefur almannahagsmuni að leiðarljósi, ekki sérhagsmuni!


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það litla sem ég hef séð og lesið um landsfundinn er bara mjög jákvætt. ISG er að koma sterk út sem leiðir hugann að því hvort Samfylkingin muni nú bara ekki toppa á réttum tíma s.s. á kosningadag.

Ég yrði í sjálfum sér ekki ósáttur við það...

Jökull (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband