Mítan um vinstri stjórnir.

Hún er lífseig mítan um að allt fari í bál og brand ef mynduð verður vinstri stjórn hér á landi.  Sjálfstæðisflokkurinn og öfl í kringum hann hafa verið dugleg við að stunda þennan hræðsluáróður um vinstri stjórnir, að engin geti stjórnað nema þeir.

Sannleikurinn er hins vegar sá að síðasta vinstri stjórn, sem hér var við völd, ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem sat frá 1988-1991 var góð stjórn.  Hún náði niður verðbólgunni, sem öll pólitík snerist um í marga áratugi þar á undan.  Þá lagði hún drög að og undirbjó aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sem Jón Baldvin kláraði svo í næstu ríkisstjórn að vísu með Sjálfstæðisflokknum, sem hafði þó verið á móti EES samningunum í upphafi!  Það var fyrst eftir inngöngu okkar í EES sem hlutirnir fóru að gerast og gríðarleg tækifæri sköpuðust, sem lögðu grunninn að hagsæld okkar og velmegun.  Það getur enginn sagt um þessa stjórn að hún hafi komið öllu í bál og brand eða verið slæm stjórn án þess að vera með óbragð í munni!!

Ráðherrarnir í öðru ráðuneyti Steingríms Hermannssonar voru þessir:

  • Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands
  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna
  • Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
  • Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra
  • Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra
  • Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra
  • Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
  • Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband