Hissa á Agli og 365. Silfrið á RÚV.

Ég er mikill aðdáandi nafna míns og Silfursins, tel hann vera einn af fremstu stjórnmálaskýrendum á landinu.  Fyrstu viðbrögð mín við þeim fréttum að hann ætlaði að færa sig um set yfir á RÚV voru undrun, hélt satt að segja að hann væri í góðum málum hjá 365.  En það kann að vera að hann sjái einhver frekari sóknartækifæri hjá RÚV.  Almennt finnst mér að menn eigi að fá að vinna þar sem þeir sjálfir kjósa og því er ég hissa á þessum látum í stjórn 365, finndist eðlilegast að þér létu hann bara fara í friði.  En allt snýst þetta væntanlega um krónur og aura, 365 vilja hugsanlega fá eitthvað í sinn hlut af hendi RÚV.


mbl.is 365 miðlar hóta Agli lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

samfylkingin á auðveldara að mylja undir hann hjá ruv heldur en hjá 365, sennilega verið plottað í kosningabaráttuni það skýrir þessa hlutlægni hans í þáttunum sem mér  kom mjög á óvart   kv samúel

samúel sig (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Nei, nú er ég algjörlega ósammála þér, félagi Samúel.  Ef eitthvað er held ég að Egill, þrátt fyrir það að ég sé mikill aðdáandi hans, hafi frekar unnið Samfylkingunni ógagn en gagn og ekki hægt að spyrða hann við hana.  Hann fer vissulega ekki í felur með skoðanir sínar sem ég kann að meta, en hann hefur t.a.m. mynda gagnrýnt Ingibjörgu Sólrúnu og ekki talað hennar máli, sem mér finnst miður en eitthvað sem við verðum að sætta okkur við.  Kosturinn við Egil er að hann er ekki bundinn neinum flokki og leyfir sér að tala þvert á alla flokkshagsmuni, sem er kostur hjá stjórnmálaskýrenda. 

Egill Rúnar Sigurðsson, 4.6.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband