Gott val hjá Jóhönnu!

Hrannar Björn Arnarsson.Ánægður með að Jóhanna skildi ráða Hrannar Björn, sem aðstoðarmann sinn.  Hvort að hún hafi ráðið konu eða ekki finnst mér ekki skipta nokkru máli, hún hefur væntanlega ráðið hæfasta einstaklinginn í starfið.

Ég hef trú á Hrannari, hann var jú nokkurskonar "guðfaðir" R-lista samstarfsins í Reykjavík og hefur að mínu viti sýnt að hann hafi öflugt pólitískt nef.  Held að hann komi til með að standa sig mjög vel í þessu starfi.


mbl.is Hrannar Björn aðstoðarmaður Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég þekki nú ekki mikið til Hrannars en mér skilst að þetta sé fullkomlega eðlilegt val - fyrir utan það að hann er jú karlmaður, það er auðvitað alveg hrikalegur galli ég treysti líka Jóhönnu vel til að velja, því að hún er kona

halkatla, 29.6.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Mér finnst þetta ein vitlausasta ákvörðun sem Jóhanna gat tekið.  Hún er að ráða sér aðstoðarmann sem mikill meirihluti reykvíkinga hafnaði með mjög svo afgerandi hætti þegar hann reyndi að komast til valda í Reykjavík.   Ég held að hún hefði getað valið betur!

En svona eru nú skoðanir fólks misjafnar - sem betur fer.

Óttarr Makuch, 29.6.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er sammála Óttari

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.6.2007 kl. 00:13

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hann fékk vissulega margar útstrikanir eftir mikla ófrægingarherferð gegn honum og Helga Hjörvari.  Það hafa nú fleiri fengið margar útstrikanir og "verið hafnað" af kjósendum en haldið ráðherraembætti, sbr. Björn Bjarnason.

Egill Rúnar Sigurðsson, 29.6.2007 kl. 00:18

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég held að Björn sé nú eini stjórnmálamaðurinn fyrr og síðar sem fengið hefur á sig mátt auglýsingastofanna í krafti mikils fjármagns ákveðins stórveldis þar sem þeir óskuðu eftir því við almenning að þeir myndu strika hann út.  Slíkt hefur sem aldrei áður gerst sem betur fer og við eigum vonandi aldrei eftir að sjá þetta aftur.  Hefði það verið eðlilegt að slík vinnubrögð hefðu verið verðlaunuð með því að leyfa ákveðnu veldi að stjórna því hverjir verða ráðherrar og hverjir ekki.  Við gætum alveg eins selt hvern ráðherrastól til þess fyrirtækis sem vill kaupa og í staðinn gætu þeir fengið logo-ið sitt á sætisbak eða sætisbök ráðherranna bæði í Alþingi sem og ráðherraskrifstofunni.  Ég segi sem betur fer var fólk þarna á ferðinni sem þorði og hafði þann dug og kjark til þess að taka á þessu máli !

Það er því ekki hægt að bera þessi tvö dæmi saman Egill því þau eru mjög ólík.

Óttarr Makuch, 29.6.2007 kl. 08:50

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Aftur er ég sammála Óttari

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.6.2007 kl. 10:10

7 identicon

Það er nú ekkert nýtt að sjálfstæðismenn séu súrir út í Hrannar vegna þáttar hans í myndun R lista sem N.B meirihluti Reykvíkinga kaus og hafnaði þá um leið sjálfsæðismönnum í 12 ár ! Miðað við þá ófrægingarherferð sem Hrannar mátti þola má segja það  sigur fyrir hann að ná kjöri í borgarstjórn! Mér finnst vel meiga bera saman herferðina gegn Birni og Hrannari og held að allir geti verið sammála um að svona aðferðir viljum við ekki sjá í íslenskri pólitík.

Ég er sammála þér Egill að þetta var fínt val hjá Jóhönnu, Hrannar er einfaldlega eldklár maður og ég hef trú á að hann eigi eftir að standa sig mjög vel í þessu starfi. Er ekki málið að gefa manninum tækifæri !

Guðrún Kristín (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 11:19

8 identicon

Ætla bara að nota sömu letitæknina og Gísli hér fyrir ofan og segja: ég er algjörlega sammála Guðrún Kristínu og um að gera að gefa frambærilegu og kláru fólki tækifæri hvort sem það eru konur eða karlar. Bíddu......er það ekki jafnrétti ????

Vigdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 11:47

9 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Áfram í letinni.

Ég er ennþá sammála Óttari

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.6.2007 kl. 12:27

10 identicon

Ég er roslaega ánægð að Hrannar varð fyrir valinu hjá Jóhönnu.

Það er kominn tími til að fá hann aftur í pólitíkina. 

Sigrún Snorradóttir (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 14:15

11 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Sammála Guðrúnu og Sigrúnu.  Verið ekki svona svona súrir félagar Óttarr og Gísli, ekki er ég að skipta mér af því hverja Sjálfstæðismenn velja sem aðstoðarmenn, það er alfarið þeirra mál.

Egill Rúnar Sigurðsson, 30.6.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband