Hagur Samfylkingarinnar vænkast.

78% fylgi við ríkisstjórnina, kemur ekki á óvart, hún hefur farið vel af stað.  Þá er einfaldlega ekki annar raunhæfur kostur í stöðunni að mínu mati, miðað við úrslit síðustu kosninga. Samfylkingin er greinilega í góðum málum í þessu stórnarsamstarfi, fylgið eykst um 3% milli mánaða, er nú 31%, sem hlítur að teljast vel viðunandi.

Mitt fólk í Samfylkingunni, er líka að standa sig feikilega vel.  Af ráðherrum flokksins hefur mér fundist Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafa verið að standa sig frábærlega, að öðrum ólöstuðum.  Framganga hans öll og fyrirheit, einkum um að gera viðskiptaráðuneytið að öflugu neytendaráðuneyti er eins og talað úr mínu hjarta og hygg ég að svo sé um mun fleiri.  Þá stendur Jóhanna Sigurðardóttir einnig fyrir sínu, eins og við var að búast af þeirri kjarnakonu.  Ingibjörg Sólrún er einnig að gera góða hluti í Utanríkisráðuneytinu og aðrir ráðherrar flokksins á góðu róli.

Heldur hefur hagur Samfylkingarinnar vænkast sl. ár.  Hefur farið frá því að vera í stjórnarandstöðu hjá ríki og borg yfir í það að vera í ríkisstjórn og eiga Borgasstjórann í Reykjavík, vera þar í meirihlutasamstarfi.  Þetta pirrar andstæðinga hennar augljóslega, sem merkilegt nokk koma margir úr Sjálfstæðisflokknum.  Ég segi nú eins og einn ágætur maður sagði í blaðagrein um daginn; er ekki lágmarkskrafa að stjórnarandstæðingar séu hafðir utan stjórnar!


mbl.is 78% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Samfylkingin er á réttri leið, en þurfa að passa sig á að félagsleg viðhorf séu áberandi.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband