Obama eða Hillary?

Ég er dyggur stuðningsmaður Hillary Clinton og vil gjarnan að hún verði fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.  Ég tel að hún yrði góður forseti, líkt og maður hennar Bill Clinton var.  

Ég get þó ekki neitað því að frammistaða og framkoma Barracks Obama er aðdáunarverð.  Í rauninni skiptir ekki öllu máli hvort þeirra hlítur útnefningu demókrataflokksins, það sem skiptir hins vegar öllu máli, fyrir USA og heimsbyggðina alla, er að annað þeirra verði forseti!


mbl.is Obama spáð sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég hef nú ekki trú á því að nafnið verði honum fjötur um fót þegar til kastanna kemur.  Hins vegar verð ég að taka undir það, að líklega minnka líkurnar á því að demókrati verði forseti ef hann vinnur Hillary.  En minn punktur var einmitt sá að það væri nauðsynlegt að fá demókrata í embættið.  Það er líka rétt hjá þér að íslendingar hafa "gleymt" repúblikönum, en það er einfaldlega vegna þess að við villjum ekki sjá þá, kærum okkur ekki um þá! 

Egill Rúnar Sigurðsson, 8.1.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Svo að ég endurnýti komment sem ég setti annarsstaðar, þá þekki ég íslenska konu sem búið hefur í USA mest allt sitt líf. Hún vill meina að Obama ætti hreinlega ekki séns, m.a. vegna þess að hann er blökkumaður. Ekki veit ég hvort hún hafi rétt fyrir sér, en hún er bæði lífsreynd og með nokkurn áhuga á stjórnmálum.

Laisssez-Faire hefur kannski eitthvað til síns máls - en mig grunar að Obama séns, þó að íslenskir stuðningsmenn hans ofmeti þá. Vonandi vinnur Huckabee ekki forkosningarnar hjá Repúblikanaflokknum. Hann er sístur af þeim sem eiga séns. Hann er hins vegar efstur samkvæmt könnun sem gerð var í dag og mældi fylgið á landsvísu.

Ég hef haldið með Clinton í forkosningunum Demókratamegin - en ekki gert upp hug minn hvað varðar Repúblikana. 

Sindri Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband