Deyjandi flokkur?

Það fyrsta sem ég hugsaði eftir þetta upphlaup Guðjóns Ólafs Jónssonar og árásir hans á Björn Inga var að þetta væri flokknum ekki til framdráttar!  Flokkurinn, sem ég tel sennilegt að ekki eigi mörg ár eftir ólifað, má sannarlega ekki við frekari uppþotum og innanflokkserjum.  En þar sem ég er nú enginn sérstakur aðdáandi Framsóknar græt ég þetta ekki. 

Ég hef nú ekki verið í aðdáendahópi Björns Inga, en tel engu að síður að ásakanir þær sem Guðjón kemur með varðandi hnífasett í bakið, fatakaup ofl. eigi hreinlega ekki erindi í fjölmiðla og eigi að ræðast innan flokksins.  Guðni gerði það eina sem hann gat gert, sem var það að styðja sitjandi borgarfulltrúa flokksins og þann eina og setja í raun ofaní við Guðjón.

Björn Ingi á eflaust eftir að nýta sér þetta mál til eigin framdráttar, fá samúð flokksmanna, því hann er að mörgu leiti slyngur og kannski undirförull stjórnmálamaður, sem ég tel að ætli sér að komast til æðstu metorða.


mbl.is Flokksforustan stendur að baki Birni Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband