Við hverju bjóst maðurinn?!

Ólafur F. semur við Sjálfstæðisflokkinn, án þess að tala við kóng eða prest í eigin flokki og hundsar algerlega félaga sinn í borgarstjórn, Margréti Sverrisdóttur,kemur svo af fjöllum og verður voðalega hissa og vonsvikinn yfir því að hún skuli ekki bara kvitta upp á það sem hann ákvað á eigin spítur.  Maður gæti hreinlega haldið að maðurinn væri ekki sérlega vel gefinn!  En hann hlítur nú að hafa eitthvað á milli eyrnana þar sem hann er læknisfræðimenntaður, eða hvað?

Annars finnst mér vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins, hvað samstarf þetta varðar, mjög ámælisverð!  Þeir fara hreinlega og sækja einn fulltrúa úr starfandi meirihluta og bjóða honum gull og græna skóga ef hann vilji vera með þeim í liði.  Þetta eru stjórnmál sem mér hugnast a.m.k. ekki.


mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvor þeirra er meiri kjáni Vilhjálmur eða Ólafur.

En þetta setur pólítíkina á lægsta plan.

Og þeirra verður minnst sem verstu stjórnmálamanna sögunnar. 

Við skulum læra af þessu og vanda valið í næstu kosningum. 

Gunnar B Sigfússon (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 23:36

2 identicon

Hvaða flokki er það nú Egill?

Er þetta ekki nákvæmlega eins og þegar Björn Ingi og Dagur stálu meirihlutanum?

það eina sem mér dettur í hug hér er "What goes around..comes around" 

Einar (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Já hvaða flokki Einar? Það er svo sem ágætisspurning, er Frjálsyldi flokkurinn aðili að þessum meirihluta eða hvað? Það er óljóst! En ég átti nú við F-listann og þá sem kjörnir voru fyrir hann.

En nei Einar, þetta er ekki eins og þegar fyrri meirihluti sprakk. Vilhjálmur var þá rúinn trausti bæði eigin flokksmanna og borgarbúa, sem varð þess valdandi að sá meirihluti sprakk. Hér springur meirhlutinn ekki af neinu sérstöku tilefni, eða málefnaágreiningi, heldur reka Sjálfstæðismenn fleig á milli manna í starfandi meirihluta.

Egill Rúnar Sigurðsson, 23.1.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband