Nú virðast samningarnir við IMF (Alþjóða gjaldeyrissjóðinn) loksins vera ganga í gegn, með tilheyrandi lántöku okkur til handa. Þetta er eini raunhæfi kosturinn í stöðunni. En hvað tekur svo við, hvað ætla menn að gera í sambandi við hina "geislavirku krónu"? Mín skoðun er sú að eina færa leiðin sé að lýsa því yfir að við ætlum að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp Evru svo fljótt sem verða má. Með því, ásamt stóru gjaldeyrisláni og "stimpli" IMF þá styrkum við krónuna og menn vita þá að hún er tímabundin og stefnt er að upptöku Evru.
Ég á hins vegar ekki von á því að Sjálfstæðismenn hafi kjark og þor til að fara þessa leið. Þá segi ég þetta; mínir menn í Samfylkingunni eiga þá hiklaust að setja þeim afarkosti. Annaðhvort fallast þeir á það að sækja um aðild og leggja málið í dóm kjósenda, eða stjórnarsamstarfinu verður slitið og efnt til nýrra kosninga, þar sem almenningur fær tækifæri til að kveða upp sinn dóm.
Samfylkingin á ekki að þurfa að kvíða þeim dómi, hún ber ekki ábyrgð á nýfrjálshyggjunni, sem nú hefur beðið algjört skipbrot, hún ber ekki ábyrgð á því að trúa og treysta á krónuna sem gjaldmiðil. Nei, þvert á móti hefur hún lengi haldið því fram að krónan væri ófær minnt í hinu alþjóðlega fjármagnskerfi, sem við búum við. Ábyrgð stuðningsmanna krónunnar er hins vegar mikil!
Sátt um IMF-lán í Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.10.2008 | 09:29 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur ekkert að segja og yrði bara til þess að lýsa yfir algjöru vantrausti okkar á krónuna.
Egill heldurðu virkilega að við munum geta uppfyllt Maastricht skilyrðin á næstum árum og áratugum meðan verið er að greiða þessa 1.300 milljarða?
Auk þess er Króatía sem fær að fara inn næst og það er 2010 er mig minnir rétt.
Þannig að við verðum bara að reyna að standa í lappirnar því við getum ekkert annað gert. þótt við vildum þá getum við það ekki. Ekki nema með því að skera verulega niður velferðarkerfið á Íslandi. En viljum við það?
Fannar frá Rifi, 22.10.2008 kl. 09:37
Egill. Ég er þér hjartanlega sammála. Skrifaði einmitt grein í Fréttablaðið sama efnis.
Varðandi Maastricht skilyrðin, er alveg ljóst að þeim verður breytt. Vegna þess mikla peningamagns sem búið er að dæla inn í hagkerfi Evrópu er alveg ljóst að það verða fá, ef nokkur, ríki sem munu uppfylla skilyrðin.
Eins mun fyrirkomulag heimsgjaldmiðla breytast í framhaldinu. Það er alveg ljóst
Þess vegna er rétt að vera ekki að velta sér of mikið upp úr þeim núna. Við þurfum nothæfan gjaldmiðil NÚNA. Það gerum við með IMF aðstoð, fastgengissamning við ECB, inngöngu í ESB og upptöku evru þegar þar að kemur.
Gestur Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 09:49
http://neo.blog.is/blog/neo/entry/670901/
nn (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:22
@ Fannars: 2010 hljómar langt fram í tíma en lók næsta árs hljómar frekar stutt. Ekkert stendur í veg fyrir því að Ísland geti gengið í ESB á sama tíma og Króatía nema vilji Íslendinga að ganga í eða semja eins hratt og hægt er.
@ Gests: hvernig veist þú að Maastricht-skilyrðum verði breitt? Það er nefnilega þannig að ekki sé nóg með að ná þessu markmiðum til að taka upp Evruna heldur er þar annað samkomulag til að halda sig við skilyrði þau einnig eftir upptöku Evru. Þar er líka gert ráð fyrir viðurlög ef skilyrðin eru brotinn og hafa m.a. bæði Frakkland og Þýskaland (síðarnefndu vildu endilega koma þessum reglum á) fengið áminning oftar en einu sinni.
Litháar hafa fundið fyrir því að þau fengu ekki að taka upp Evruna því þeir misstu af verðbólgumarkmiði um 0,06% þó öll önnur skilyrði væru uppfyllt - og þó að Grikkir höfðu svindlað sig inn í Evru með stórfelda uppgjörsblekkingar.
En ef þessum skilyrðum yrði víkkað út mundi Evran missa traustið sem hún hefur unnið sér á liðnum árum í hvelli. Ekki viltu sprengja upp alla vinnuna sem hefur verið unnið til að koma þessu sameiginlegu verkefni á koppinn bara í þeirri von að sleppa við erfiðisuppgjör á Íslandi.
Nú getur og vill engin taka þessa sársaukafulla vinnu að rétta fjármálakerfið á réttan kjöl af Íslendingum. En skýra stefnuyfirlýsing til langs tíma (eins og yfirlýsingu og upptöku viðræðna vegna inngangs í ESB) gæfu vinarþjóðum og IMF alla vega möguleika á að átta sig á væntanlegan gang mála og þá gætu allir sem koma til greina ákveðið hvort og hvernig þeir vilja hjálpa Ísland.
Þetta er sorglegt ástand allt saman.
Jens Ruminy, 22.10.2008 kl. 12:35
Við verðum að ganga í ESB og taka upp evru eins hratt og þeir leyfa okkur - því þegar fasteignir eru að hrapa í verði, þá getur ekkert heimili búið við það að verðbætur muni tvöfalda verðtryggðu húsnæðislánin sem hvíla á heimilunum á næstu 4-5 árum. Evrópubloggið viðraði þá hugmynd í vikunni að fyrst lykilmenn í Evrópusambandinu er að segja að við fáum flýtimeðferð, þá sé þess vegna mögulegt að ganga inn í sambandið á mun meiri hraða en fólk gerir sér grein fyrir.
Við þurfum bara að semja um gjaldeyrismálin okkar, því við munum aldrei standa í lappirnar með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það er alveg ljóst að ef IMF ætlar að fleyta krónunni og hækka vexti aftur, þá má það ekki vera nema skammtíma redding - hér þarf betra rekstrarumhverfi fyrir fyrirtækin og heimilin strax! Þessari flotkrónutilraun er lokið, tilraunin mistókst algjörlega - nú þurfum við alvöru lausnir.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 22.10.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.