Saklaust háð en ósmekklegt!

Það er svo sem engin ástæða til að vera æsa sig yfir svona grein stjórnmálaprófessors, sem er háðsádeila á bandarísk stjórnvöld. Fullkomlega skiljanlegt að menn geri grín að bandarískri utanríkisstefnu. Hins vegar er frekar ósmekklegt, svo ekki sé meira sagt að beina gríninu að saklausri þjóð í norðurhöfum, sem engum hefur gert mein, ef frá er skilinn óskiljanlegur og óafsakanlegur stuðningur við Íraksstríðið.  Það er enginn harðstjóri eða einræðisherra hér sem bandaríkjastjórn notar gjarnan sem afsökun fyrir innrás í önnur ríki.  Fyrst og fremst er hér um  ósmekklegt háð að ræða og í raun ekki boðlegt fyrir háskólaprófessor að bera svona á borð.


mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunna menn sér engin takmörk!

Hversu vitlausir geta menn verið? Aka um ölvaðir og réttindalausir á númerslausum bíl?!  Nógu slæmt er að aka ölvaður og réttindalaus, en að láta sér detta það í hug á númerslausum bíl er hámark heimskunnar!  Ætli hann hafi ekki verið ljóslaus líka, beltislaus, ekki stöðvað á stöðvunarskyldu, farið yfir á rauðu ljósi, talað í farsíma ekki gefið stefniljós í beygjum eða jafnvel verið að drekka undir stýri! Þessi ökumaður var hreinlega að biðja um að verða tekinn!


mbl.is Ölvaður og ökuréttindalaus á númerslausum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki Obama til framdráttar!

Myndlistarnema fannst Obama líkt við frelsarann sjálfan í...Held að þessi blessaða stytta sé ekki Obama til framdráttar!  Bandaríkjamen eru ekki tilbúnir fyrir frelsara í dag, þó að þeir verði það hugsanlega í náinni framftíð.  Líst þó ágætlega á Barak Obama og held að hann gæti orðið ágætis forseti.  Held þó að Hillary Clinton yrði mun betri! 

Stór spurning hvort að bandaríkjamenn séu tilbúnir til að kjósa sér svartan forseta eða konu í forsetastólinn.  Held reynar að þeir séu frekar tilbúnir í konu en svartan mann, með fullri virðingu fyrir blökkumönnum.

 

 


mbl.is Umdeild pappastytta af Barak Obama í kufli með geislabaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin að taka flugið?

Á kosningafundi Stöðvar 2 í Norðaustukjördæmi var birt ný skoðanakönnun fyrir kjördæmið frá Félagsvísindastofnun.  Úrtakið var 800 manns og svarhlutfall var 62%.  Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar.  Stærstu tíðindi þessarrar könnunar eru þau að Framsóknarflokkurinn hrinur í höfuðvígi sínu, fær aðeins 12,3% og tapar 3 mönnum!  Flokkurinn fékk 32,8% í þessu kjördæmi í síðustu kosningum, þannig að þessi útkoma yrði meiriháttar áfall fyrir flokkinn. Gott mál og fullkomlega skiljanlegt!

En það sem mér finnst ekki síður mikilvæg tíðindi úr þessari könnun, en enginn minnist á, er það að Samfylkingin virðist vera sækja verulega í sig veðrið á kosnað VG!  Það er einmitt sú tilfinnig sem ég hef fyrir að sé að gerast og bíð ég því spenntur eftir næstu könnun á landsvísu.  Í síðustu Gallup könnun fyrir sama kjördæmi mældist Samfylkingin aðeins með um 15% fylgi en er skv. nýju könnuninni með 25,2%!  Sömuleiðis var VG að mælast með 36% fylgi í Gallup könnuninni en 21,7% í nýju könnuninni!  Samfylkingin er þar með í mikilli sókn, a.m.k. í þessu kjördæmi og ég hef trú á því að svo sé einnig á landsvísu.  Hef reyndar lengi haldið því fram að fylgi hennar hlyti að aukast og þá aðalega á kostnað VG!

nordaustur               Norðaustur kjördæmi


Lokum þá inni ásamt Spaugstofumönnum!

Mynd 422679Best að loka þátttakendur innni yfir páskahátíðinna ásamt spaugstofumönnum, svona til að fyrirbyggja guðlast af þeirra hálfu!  Það gengur náttúrlega ekki að einhver skemmti sér á sorgardegi kristinna manna!

Nei, svona án gríns, er þetta ekki fullmikil viðkæmni?  Hvað með þá sem ekki eru kristnir? Verða þeir líka að láta sér leiðast á föstudaginn langa? Ég hef sannarlega ekkert á móti kirkjunni eða kristinni trú en er ekki komin tími til að aðskilja ríki og kirkju?!


mbl.is „Fáránlegt“ að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bombaytv.

Var að setja saman myndband um Framsókn, skoðið: http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=767e387a28c573be3692d684f52d9c0c


Skandall ef af verður.

Í fyrsta lagi er þetta staðfesting á því sem ég hef sagt frá byrjun; Alcan er ekki og hefur aldrei verið á leiðinni að loka álverinu í Straumsvík, óháð því hvernig kosningarnar færu!  Í öðru lagi væri þessi stækkun vanvirðing við lýðræðið og Hafnfirðinga ef af verður.  Fólk mun ekki sitja þegandi undir þessu. 

Kæru landsmenn!  Það er aldrei brýnna en núna að koma ríkisstjórn stóriðjuflokkanna frá völdum.  Við megum ekki við meiri þennslu í hagkerfinu.  Það fer allt beina leið til andskotans ef núverandi ríkisstjórn stóriðjusinna fær sitt fram!


mbl.is Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af lýðræðisþroska landsmanna.

lýðræðiUmræðan í kjölfar álverskosninganna svokölluðu í Hafnafirði hafa vægast sagt gengið fram af mér. Ég hélt að við íslendingar hefðum meiri lýðræðisþroska en umræðan ber með sér.  Menn tala um að kosningin sé ómarktæk af því að svo litlu munaði, kjósa eigi aftur til að fá afdráttarlausa niðurstöðu, kosningarþátttaka hafi ekki verið næg (76%!) og þar fram eftir götunum! Framkvæmd kosninganna var til mikils sóma og öllum leikreglum lýðræðisins fylgt.  Fyrir lá úr herbúðum beggja fylkinga að una yrði við niðurstöðuna hver svo sem hún yrði og einfaldan meirihluta þyrfti til.  Hversu mörgum atkvæðum munaði skiptir nákvæmlega engu máli!

Hvað er að?!  Geta vel gefnir málsmetandi menn látið svona vitleysu út úr sér? Ég á hreinlega ekki orð!  Erum við virkilega ekki komin lengra en þetta í lýðræðislegri hugsun?  Helst vil ég nú samt trúa því að menn hljóti bara að vera svona tapsárir og eigi mjög erfitt með að sætta sig við niðurstöðuna.  Ég hélt að við værum öll sammála um að lýðræðiskerfið væri það besta sem völ væri á, þó vissulega sé það ekki gallalaust.  Réttur minnihlutans verðir því miður oft fyrir borð borinn, en ég trúi ekki að nokkur maður vilji í alvöru fara að steypa lýðræðiskerfinu!


Sigur Samfylkingarinnar!

 

Sumir hér á mbl blogginu hafa verið að gagnrýna Lúðvík og Samfylkinguna fyrir þessar álverskosningar, stefnu og afstöðuleysi og þar fram eftir götunum en það get ég því miður ómögulega skilið!  Ef einhver einstaklingur er sigurvegari í þessu máli, þá er það Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði.  Hann og Samfylkingin ákváðu að leggja málin upp með þessum hætti og voru fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Hafnafjarðar sammála um að fara með þetta mál í atkvæðagreiðslu. 

Met kosningarþátttaka varð staðreynd, sem staðfesti vilja Hafnfirðinga til að leysa málið með þessum hætti.  Kosningin er stórt skref í átt til aukins lýðræðis, sem hefur verið og er stefna Samfylkingarinnar.  Skil því ekki hvað menn hafa upp á Samfylkinguna eða Lúðvík að klaga! Framkvæmdin öll var til fyrirmyndar og lýðræðisleg niðurstaða fékkst, sem margir virðast hins vegar eiga erfitt með að kyngja! 

Það eina sem er "leyfilegt" að gagnrýna Lúðvík fyrir, þ.e. menn geta haft mismunandi skoðanir á, er að hann skyldi ekki gefa upp sína afstöðu til stækkunar.  En Deiliskipulagið sem kosið var um var ekki lagt fram af Hafnafjarðarbæ, heldur af Alcan og hann sem umboðsmaður bæjarbúa (bæjarstjóri allra bæjarbúa) taldi það ekki vera sitt hlutverk að segja bæjarbúum hvað þeir ættu að kjósa, eða að leiða annan hópinn og þar er ég honum sammála. 

Held að þetta mál í heild sinni hljóti að verða til þess að fylgi Samfylkingarinnar aukist! Tapa kannski mögulega atkvæðum tapsárra álverssinna, en vinna örugglega a.m.k. tvö á móti annarsstaðar.  Samfylkingin hefur gert allt rétt í þessum mái og á hrós skilið!


mbl.is Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar óskar Hafnfirðingum til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæt hefnd Liverpool á Arsenal

LiverpoolMissti því miður af þessum leik, þar sem að mínir menn í Liverpool áttu, að  því mér er sagt, frábæran leik gegn Arsenal.  Sæt hefnd fyrir leikina tvo á Anfield þar sem Arsenal fór illa með mína menn.  Áfram Liverpool!
mbl.is Crouch ánægður með þrennuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband