Mjög góð niðurstaða! Hafnfirðingar höfðu kjarkinn og skynsemina til að hafna stækkun. Ég var fyrst og fremst á móti stækkun af tvennum ástæðum. Fyrst þeirri að við megum ekki við meiri þennslu á höfuðborgarsvæðinu og í öðru lagi er staðsetningin á svo stóru álveri, ef af hefið orðið, afleit og skil ég Hafnfirðinga vel að vera á móti af þeim sökum.
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.3.2007 | 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Að mínu mati snúast þessar kosningar í Hafnafirði um kjark vs. hræðslu. Hafa Hafnfirðingar kjark til að segja nei við stækkun álvers, eða þora þeir ekki að segja nei af ótta við að álverið fari, fólk missi vinnuna, tekjur Hafnfirðinga minnki o.þ.h. Vona sannnarlega að kjarkurinn verði ofan á!
Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.3.2007 | 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ökuníðingur skaut á mann sem tók mynd af honum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.3.2007 | 11:05 (breytt kl. 11:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslandshreyfingin mælist nú í annari könnunni í röð með um 5% fylgi. Þetta fylgi virðist að mestu vera að koma frá VG sem missir 4% frá síðustu könnun. Það er ljóst í mínum huga að ef að ekki verður hægt að mynda vinstri stórn nema með fjórum flokkum, þá mun hún ekki verða að veruleika. Ég teldi það vera mjög jákvætt ef hægt væri að mynda ríkisstjórn án stóriðjuflokkanna beggja, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. En tilkoma Íslandhreyfingarinnar minnkar því miður líkurnar á því. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna stefnu eða málefni hreyfingarinnar, en það sem ég hef heyrt líst mér ágætlega á, heldur einungis að ítreka þá skoðun mína að hreyfingin minnkar möguleika andstæðinga ríkisstjónarinnar á að ná völdum.
Versta mögulega útkoma kosninganna væri auðvitað áframhaldandi stjórn B og D, en sem betur fer eru nú ekki miklar líkur á því. Næstversta útkoman væri stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Slík stjórn myndi sameinast um mjög neikvæða afstöðu til Evrópusambandsins, óbreytt landbúnaðarkerfi með ofurtollum, þrengja að fyrirtækjum í útrás svo eitthvað sé nefnt. Þessir flokkar myndu sem sagt að ég tel og hef sagt áður, draga fram það versta í hvor öðrum. Þjóðin þarf að mínu mati á Samfylkingunni að halda! Útkoma hennar er því miður ekki nógu góð um (19,9%) en ég er þó ekki í vafa um að fylgið muni aukast.
Íslandshreyfingin mælist með með 5,2% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.3.2007 | 23:26 (breytt kl. 23:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er ekkert annað en helber aumingjaskapur hjá Sjálfstæðisflokknum að hafa ekki komið í gegn afnámi einkasölu ÁTVR á léttvíni. Ef þeir hefðu verið búnir að því væru að opnast léttvínsverslanir víðsvegar um landið. Þessi valda og kerfisflokkur sem kennir sig við frelsið og hefur verið við stjórn samfleytt í 16 ár hefur nú ekki sýnt þessa "frelsisást" sína í verki! Fjölmiðlalögin, ofurtollarnir, frelsisskerðing Falon Gong, efling RÚV, símahleranir án dóms og laga svo eitthvað sé nefnt er til marks um þetta.
Samfylkingingin er aftur á móti mun frjálslyndari flokkur á mörgum sviðum. Hún vill ekki þrengja að frjálsu fjölmiðlunum, ekki standa vörð um úrelt og miðstýrt landbúnaðarkerfi, ekki skerða frelsi manna til að mótmæla á friðsaman hátt, eða styðja símhleranir án dóms og laga. Meirihluti Samfylkingarinnar á þingi styður einnig frelsi í sölu á léttvíni. Frjálst markaðskerfi (innan skynsamlegra marka) ásamt með öflugu velferðarkerfi er sú stefna sem farið hefur sigurför um hinn vestræna heim og er sú stefna sem jafnaðarmannaflokkar hafa haldið á lofti. Er ekki kominn tími til að við íslendingar förum að fordæmi þeirra?
ÁTVR vill opna nýja vínbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.3.2007 | 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mjög ánægður að heyra það að Jim Carrey ætli aftur að snúa sér að gamanleik, þar er hann sannarleg á heimavelli, grínleikari af guðsnáð. Mér fannst hann t.d. frábær í Dumb and dumber, Liar, Liar og The Cable guy svo eitthvað sé nefnt. Þá var hann einnig mjög góður í The Truman show.
Jim Carrey snýr sér að gamanleik að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 30.3.2007 | 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég fagna mjög þessari aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar í málefnum barna og barnafólks, Unga ísland. Samfylkingin hefur ítrekað haldið því fram að málefni barna eigi að vera í forgangi á verkefnalista næstu ríkisstjórnar og því er ég fullkomlega sammála. Ég held reyndar að flest allir, sama hvar í flokki þeir standa hljóti að taka undir þessa stefnu. Mjög gott mál.
Samfylkingin kynnir aðgerðaáætlun í málefnum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.3.2007 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er nokkuð viss um það að ekki er við ökukennsluna að sakast í þessu tilviki. Vissulega kann kennslan að vera misjöfn á milli ökukennara, en almennt séð hefur kennslan batnað til mikilla muna á seinni árum, þó vissulega megi og þurfi að gera betur, svo sem með æfingarsvæði með misjöfnum aðstæðum, endurmenntun ofl.
Ég hallast að því að í þessu tilviki sé um sambland af óþroska og "útrásarþörf" að ræða. Ég tel að mikill munur sé á þroska 17 og 18 ára unglinga og hef því verið fylgjandi því að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár. Ég er sannfærður um að slysum og dauðsföllum myndi fækka í kjölfarið. Hversu góður nemandinn er í ökukennslunni, segir ekkert til um það hversu góður eða slæmur ökumaður nemandinn verður.
Sviptur ökuleyfi á fyrsta degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.3.2007 | 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stóriðja eða Hátækni? Okkar er valið! Svona fer þegar einblínt er á stóriðju. Heyrði það í tíu fréttum á RÚV í kvöld að fjórir flokkar af sex hefðu líst sig fylgjandi sáttmála framtíðarlandssins og frestun á frekari stóriðju. Hverjir aðrir en stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru á móti?! Þarf frekari vitnana við!
Við verðum að leggja ríkari áherslu á menntun og hátækni og hætta þessu stóriðjubulli. Stóriðjustefna stjórnvalda hefur mjög skaðleg áhrif á hátækni iðnað sem og hinar útfluttningsgreinarnar. Viljum vera eins og þriðjaheimsríki eða efla menntun og mannauð og leggja áherslu á hátækni? Þá kjósum við burt hina stöðnuðu stóriðjusinnuðu kerfisflokka og veljum framtíðina!
Ísland missir stöðu sína í rafrænni færni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.3.2007 | 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Horfði á leikinn á Sýn. Fyrri hálfleikur var frábær hjá okkar mönnum gegn þessu firnasterka liði. Í seinni hálfleik var þetta hins vegar nánast einstefna af hálfu Spánverja og í mínum huga bara tímaspursmál hvenær þeir myndu skora.
Strákarnir börðust hins vegar hetjulega og héldu ótrúlega lengi jöfnu. Besti maður íslenska liðsins var án efa markvörðurinn okkar, Árni Gautur. Nú er bara að bíta á jaxlinn og gera betur næst!
Spánverjar sigruðu Íslendinga 1:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 29.3.2007 | 00:20 (breytt kl. 00:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar