Þetta er auðvitað alveg hárrétt hjá Ingibjörgu. Það er auðvitað með ólíkindum að ekki skuli heyrast háværari raddir innan atvinnulífsins um að skoða hugsanlega aðild að Evrópusambandinu. En eins og ég hef áður haldið fram eru menn ekki lausir "úr álögum" Davíðs Oddsonar sem barði niður alla viðleitni sinna manna til að tala í þessa veru.
En nú fara áhrif Davíðs að sjálfsögðu dvínandi (skyldi maður ætla), þó að hann hafi að vísu enn einhver áhrif í Sjálfstæðisflokknum, sbr. það að hann fékk Árna Matt til að hrökkva við og setja reglugerð sem bannaði fyrirtækjum að gera upp í evrum, með því að byrsta sig aðeins. Árni Páll Árnason orðaði þetta skemmtilega: "þegar Davíð hóstar, þá fær Sjálfstæðisflokkurinn kvef!" Hef þó trú á því að Jón Baldvin hafi rétt fyrir sér, en hann sagði í hádeigisviðtalinu á Stöð 2 í gær að sjálfstæðismenn hlytu að fara þora að tala núna, óttinn við Davíð hlítur að fara að bresta.
Ingibjörg Sólrún: Áframhaldandi útrás hlýtur að kalla á myntbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.3.2007 | 13:10 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt frétt á visi.is er komin upp ágreiningur innan Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um stefnu borgarstjórans í Háspennumálinu. Fréttin er þessi:
"Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks styður ekki aðferð borgarstjóra"
"Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er andvígur þeirri aðferð borgarstjóra að nota tugi ef ekki hundruð milljóna króna af skattfé almennings til að kaupa út spilasali úr íbúðahverfum borgarinnar. Kjartan telur skynsamlegra að vinna gegn slíkri starfsemi með því að setja inn ákvæði í lögreglusamþykkt eða deiliskipulag. Áform einkahlutafélagsins Háspennu um að reka spilasali í verslanamiðstöðinni Mjódd í umboði Háskóla Íslands mættu harðri andspyrnu íbúasamtaka Breiðholts. Þau söfnuðu á þriðja þúsund undirskriftum gegn spilakössunum og afhentu borgarstjóra í byrjun árs. Borgarstjóri brást við með því að gagnrýna Háskólann harðlega en gekk síðan til samninga við fyrirtækið Háspennu. Borgarráð samþykkti samninginn fyrir helgi en athygli vakti að Sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon sat hjá".
Athyglisvert! Heyri ekki betur enn margir hægri menn innan flokksins séu orðnir fúlir yfir "bleikum lit" Vilhjálms, og vísa þar m.a. til klámráðstefnunar í því sambandi.
Háspenna ætlar að stækka spilasal við Hlemm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.3.2007 | 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég veit ekki betur en að viðskipti þau sem saksóknari kallar spillingu á hæsta stigi viðgangist almennt í viðskiptalífinu, bankageiranum og víðar! Hversu siðleg þau eru er hins vegar annað mál. En mér finnst það nú ekki ganga að hengja Baugsmenn fyrir að gera það sem almennt tíðkast í viðskiptalífinu, þ.e. að menn hafi fengið lánafyrirgreiðslu hjá Baugi fyrir nýju hlutafé.
Spillingin í þessu máli liggur miklu frekar í því að ákveðinn stjórnmálaflokkur og aðilar honum tengdir ætla sér að knésetja þetta fyrirtæki hvað sem það kostar!
Spilling á hæsta stigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.3.2007 | 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svíarnir eru samir við sig, halda að allt sé mest og best hjá þeim! Þeir voru líka vissir um sigur í fyrra ef ég man rétt. Annars er framlag þeirra í ár nokkuð gott, verður örugglega í einum af 10 efstu sætum (hef reyndar ekki heyrt öll lögin).
Hér er sænska framlagið ef einhver hefur áhuga: http://www.youtube.com/watch?v=6oKXIAqwujo dæmi svo hver fyrir sig.
Ég er hins vegar illa svikinn ef Eiki rauði kemur okkur ekki upp úr forkeppninni.
Svíar telja sig sigurstranglega í Evróvisjón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.3.2007 | 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Prinsarnir bresku eru auðvitað mannlegir og ekkert öðruvísi en ungir menn á þeirra aldri, hafa gaman að því að skemmta sér. Vissulega eiga þeir að vera öðrum fyrirmynd sem fulltrúar bresku konungsfjöslkyldunnar, en svona er þetta nú, þeir eru bara eins og annað fólk og ekkert óeðlilegt við það. Móðir þeirra Díana hafði líka gaman að því að skemmta sér.
Bretaprinsar döðruðu drukknir á næturklúbbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.3.2007 | 00:12 (breytt kl. 00:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bjóst við því að Íslandshreyfingin "Ómargét" fengi í kringum 5% fylgi, eins og sagði í bloggi mínu fyrir nokkrum dögum. Samkvæmt þessari könnun er Íslandshreyfingin að því er virðist að taka fylgi frá Sjálfstæðisflokknum (þó ekki sé það mikið), Vinstri Grænum og Frjálslynda flokknum, sem þurrkast hreinlega út af þingi. Ekki er fráleitt að ætla að ÍH geti orðið í oddaaðstöðu við stjórnarmyndun.
Mjög ánægjulegt er að sjá að minn flokkur, Samfylkingin, er að rétta úr kútnum eins og hlaut reyndar að gerast. Ég er algerlega sannfærður um það að Samfylkingin mun "ná aftur" stórum hluta af því fylgi sem hún "missti" yfir til VG.
Hvað stórnarmyndun varðar finnst mér ekki fráleitt að ætla að Samfylking, Vinstri græn og Íslandshreyfingin myndi saman stjórn eftir kosningar. Annað hvort sú stjórn eða samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem ég held að verði úr ef ekki tekst að mynda vinstristjórn.
Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.3.2007 | 20:42 (breytt kl. 20:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óþarfi er að hafa áhyggjur af þessu, ef kosningarnar fara eins og nýjasta skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir, en skv. henni ná Frjálslyndir ekki inn manni! Hins vegar horfði ég á Ágúst Ólaf í Silfri Egils í dag, þar sem hann sagði einfaldlega að ef Frjálslyndi flokkurinn færi yfir ákveðna línu í innflytjendaumræðunni þá mundu hvorki Sf né VG hafa áhuga á að starfa með þeim. Þeir hefðu hins vegar ekki farið yfir hana og hann reiknaði ekki með að þeir færu yfir hana. Þannig að þessi frétt er nú svolítill útúrsnúningur.
Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.3.2007 | 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vel að sér vikið hjá lögreglunni að rekja spor þjófsins og góma hann. Því miður tekst oft ekki að hafa upp á misindismönnum við þessar aðstæður. Þegar ég var lögreglumaður í sumarafleysingum, kom það eitt sinn fyrir að meintur nauðgari strauk úr yfirheyrslu og hljóp út í Norðurmýri. Allt tiltækt löggreglulið, þar á meðal ég, sem var þá staddur á stöðinni, fór á eftir kauða, en því miður náðist hann ekki þrátt fyrir mikla leit í húsagörðum ofl. Reyndar höfðum við þá engin spor að elta.
Lögregla náði innbrotsþjófi með því að rekja spor hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.3.2007 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kemur einhvejum það á óvart að Geir Haarde finnist ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins vera versta kostinn! Ég er viss um að formönnum allra flokka finnist ríkisstjórn án þátttöku síns flokks vera slæman kost!
Morgunblaðið er þarna komið í sinn hefðbundna kosningagír, þar sem það breytist úr því að "vera blað allra landsmanna" í það að vera flokksmálgagn Sjálfstæðisflokksins. Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrími J. finnst versti kosturinn vera sá að núverandi stjórnarflokkar haldi áfram. Er það þá ekki jafnmikil frétt?! Vægast sagt undarlegt fréttamat, eða hafði Geir ekkert merkilegra en þetta að segja?
Geir H. Haarde telur samstarf Samfylkingar og VG versta kostinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.3.2007 | 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
VG er enn á uppleið, fengi 27,6% atkvæða og 17 Þingmenn! Ef flokkurinn fær þetta fylgi í kosningum yrði það einn stærsti kosningasigur sem nokkur flokkur hefur unnið á Íslandi. Svo virðist sem íslendingar hafi tekið mikla "vinstirbeygju". Fólk á vinstri væng stjórnmálana virðist þannig vera að hafna frjálslyndum viðhorfum jafnaðarmanna, svo sem afnámi verndartolla í landbúnaði, umsókn um aðild að Evrópusambandinu og áherslu á frjálsa samkeppni svo eitthvað sé nefnt. Líklegasta skýringin á þessu mikla fylgi VG eru umhverfismálin og þar eru þeir auðvitað sterkir og sannarlega á réttri línu.
Hvað aðra flokka varðar, hefði ég haldið að Framsóknarflokkurinn myndi frekar fara niður í fylgi en upp (fær 8,6%) eftir fullkomna sneypuför í auðlindamálinu, þar sem niðurlæging þeirra varð alger. Sjálfstæðisflokkurinn tapar eðlilega fylgi þar sem að hann kemur sér algerlega undan því að taka afstöðu í þeim málum sem heitast brenna á þjóðinni, svo sem umhverfis og stóriðjumálum, verðlags og efnahagsmálum og velferðarmálum svo eitthvað sé nefnt, enda eins og gárúngarnir segja; "ég er nú svo ópólitískur að ég kýs bara Sjálfstæðisflokkinn"!
Flokkurinn minn, frjálslyndi jafnaðarmannaflokkurinn, Samfylkingin, hefur því miður ástæðu til að hafa áhyggjur, fær ekki nema 19.7% fylgi. Ég er auðvitað mjög óhress með það að frjálslynd viðhorf skuli ekki njóta meira fylgis, en það er einfaldlega þannig að ef VG fer upp þá fer Samfylking niður og öfugt. Samfylkingin virðist þó fyrst og fremst vera að tapa kvennafylginu yfir til vinstri grænna, sem skítur svolítið skökku við, þar sem Samfylkingin hefur í forystu öfluga stjórnmálakonu sem hefur sýnt það bæði í orði og verki að hún lætur sig jafnréttismál miklu varða.
Það sem er hins vegar athyglisverðast við þessa könnun sem margar fyrri kannanir og er jákvætt, er í fyrsta lagi að ríkisstjórninn er kolfallin og í annan stað að vinstri flokkarnir tveir Samfylking og VG hafa samanlagt 47,3% fylgi og eru nálægt því að ná hreinum meirihluta saman.
VG áfram í mikilli sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.3.2007 | 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar