Í fyrirspurnartíma á morgunverðarfundi á Hótel borg í gær til Micael Köler, ráðgjafa sjávarútvegsstjóra ESB kom fram að alþjóðlegar veiðiheimildir íslendinga yrðu tryggari til lengri tíma ef Ísland gengi í ESB. Khöler segir að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi að íslendingar ákveði sjálfir hverjir veiði í lögsögunni sem aðilar að ESB.
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika felur það í sér að hvert ríki fyrir sig setur skilyrði um hver fái úthlutað kvóta. Þá þarf samþykki íslendinga ef breyta á reglunni skv. Eiríki Bergmann sérfræðingi í Evrópufræðum. Þá gæti Ísland í aðildarviðræðum farið fram á að fiskimið Íslands yrðu gerð að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sjávarútvegsstefnu ESB og stjórn fiskveiða alfarið haldist í höndum íslendinga.
Helstu hindruninni fyrir inngöngu í ESB á mati mjög margra virðist þannig vera rutt úr vegi. Því er ég sannfærðari en nokkru sinni fyrr að við eigum að undirbúa umsókn um aðild að ESB og ganga inn eins fljótt og kostur er.
Flokkur: Bloggar | 10.2.2007 | 00:27 (breytt kl. 18:32) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jájá, fólki var líka lofað lægra vöruverði í evrulöndunum þegar evra var tekin þar upp. Mæli annars með lestri þessarar fréttar RÚV:
ESB: Fiskveiðimál Íslendinga flókinÍslendingar fengu litlu ráðið um þróun fiskveiðimála í framtíðinni, gengju þeir í Evrópusambandið. Prófessor í Evrópurétti segir að svo gæti jafnvel farið að aðrar Evrópuþjóðir krefðust skaðabóta vegna veiða sem þær töpuðu við landið þegar landhelgin var færð út.
Ráðgjafi sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins telur að alþjóðlegar veiðiheimildir Íslendinga yrðu tryggari til lengri tíma litið ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Haft var eftir honum í fréttum í gær, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja að Íslendingar myndu sjálfir ákveða hverjir veiddu í lögsögunni ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Reglan gerir ríkjum kleift að setja skilyrði um hver fái að nýta kvótann sem þeim er úthlutað.
Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, segir málið ekki svo einfalt. Hann segir, að þar sem reglan um hlutfallslegan stöðugleika sé ekki hluti af lagalegum grundvelli Evrópusambandsins, heldur afleiddri löggjöf, þá megi taka hana upp og breyta henni hvenær sem er. Sú ákvörðun yrði alfarið í höndum Evrópusambandsins, ekki Íslendinga einna.
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika fjallar um fiskveiðiréttindi miðað við veiðireynslu þjóða en einnig um skaðabætur vegna tapaðra veiða. Stefán segir hugsanlegt að gangi Íslendingar í Evrópusambandið krefjist aðrar fiskveiðiþjóðir skaðabóta vegna tapaðra veiða þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína.
Hjörtur J. Guðmundsson, 10.2.2007 kl. 00:39
Góður punktur Ægir! Það heldur því varla nokkur heilvita maður því fram í dag að EES samningurinn hafi verið til hins verra!
Egill Rúnar Sigurðsson, 10.2.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.