Kemur ekki á óvart!

ESBMjög ánægjulegt að sjá að 57,9% þóðarinnar séu fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið.  Ég hef verið eindreginn fylgismaður þess að við stefndum að því að ganga þar inn.  Það er athyglisvert að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að við verðum að hafa mjög góð rök fyrir því að sækja ekki um aðild. Ég er að sjálfsögðu sammála þessu eins og Samfylkingin ein stjórnmálaflokka á Íslandi. Það er t.a.m. orðið mjög varasamt í efnahagslegu tilliti að treysta á krónuna sem gjaldmiðil. 

Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddson í farabroddi nánast drap niður Evrópuumræðuna og  "bannaði" flokksmönnum að styðja aðild opinberlega.  Fjöldinn allur af Sjálfstæðismönnum hræddust höndina bláu og margir skiptu einfaldlega um skoðun til að þóknast hinum mikla leiðtoga.  Hræðslan við Davíð er ekki alveg horfin en böndin eru að bresta að ég held.  Býst við því að nú fari ýmsir Sjálfstæðismenn að "koma út úr skápnum" sem Evrópusinnar.


mbl.is 57,9% hlynnt aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnun SI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það var LÍÚ sem hótaði Davíð og hann lét svínbeygja sig í málinu.

Níels A. Ársælsson., 17.3.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband