Andstaða við Hvalveiðar kemur ekki á óvart.

HvalveiðarÍ prinsippinu er ég hlynntur hvalveiðum og tel okkur í fullum rétti sem sjálfstæða þjóð að stunda þær.  Hins vegar verðum við að taka mið af skoðunum annara þjóða, hversu vitlausar sem okkur finnst þær.  Við verðum að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.  Ég er sannfærður um að við erum að tapa miklu meira á þessu heldur en að græða. 

Fyrst að við ákváðum að fara út í það að hefja hvalveiðar á annað borð þá hefðum við þá átt að gera það af viti og veiða eitthvað magn sem máli skipti, en ekki einhverjar 7 eða 9 langreiðar eða hvað það var.  En hið alþjóðlega umhverfi er einfaldlega orðið þannig að við getum ekki staðið í þessu öðruvísi en að ferðaþjónustan og íslenskir viðskiptahagsmunir líði fyrir það.


mbl.is Álíka margir ánægðir og óánægðir með að hvalveiðar skuli hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Hvað er eiginlega að fólki sem lætur sér detta í hug að halda þessari VITLEYSU áfram? Eru einhverjir ennþá svo óupplýstir. Hlutverk dýranna er að bera í sér óskilyrtan kærleika til viðhalds honum fyrir okkur og jörðina sem og lífríki hennar. Þeir komu á undan mönnunum til jarðarinnar. Please, wake up!

Vilborg Eggertsdóttir, 21.3.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Þú ert þá kannski á móti fiskveiðum almennt, Vilborg?  "Hlutverk dýranna er að bera í sér óskilyrtan kæleika til viðhalds honum ..."  Hélt fyrst að þetta væri grín! Sá síðan að hér væri öfgafullur hvalfrriðunarsinni á ferðinni.  Gleymi því ekki þegar "íslandsvinurinn" Paul Watson sagði að rækjur hefðu tilfinningar líka!!

Egill Rúnar Sigurðsson, 21.3.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Við ættum kannski öll að eiga eitt stykki hval á hverju heimili þar sem þeir viðhalda kærleika skeppnan gæti þá komið á móts við "lukybambu" sem eiga að færa okkur hamingju og lukku.

Það er kannski best að fara taka til í bílskúrnum til þess að reyna koma fiskabúrinu fyrir !

En ég er sammála þér Egill, við erum búin að koma skoðun okkar á framfæri gangvart hvalveiðiráðinu og þeim löndum sem inní því eru.  Við höfum klárlega látið í ljós að það segir okkur enginn fyrir verkum.  Nú er bara að hætta þessu enda er það orðið nokkuð ljóst að við erum að fórna minni hagsmunum fyrir meiri nú svo eigum við í mesta basli með að lostna við kjötið.

Óttarr Makuch, 21.3.2007 kl. 20:01

4 identicon

Sammála því að Íslendingar eiga fullan rétt á að nýta þessa "auðlind"... en það vill bara svo til að þessar hvalveiðar ætla nú ekki að reynast vera nokkur auðlind þ.e. mér skilst að ekki eitt einasta gramm af þessum fáu skeppnum sem veiddar hafa verið hafa selst.

Því segi ég að hvalveiðar eiga fullan rétt á sér en forsendur verða að vera til staðar þar sem þær verða einfaldlega að standa undir sér fjárhagslega.

Jökull (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 20:31

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hárrétt Jökull!

Egill Rúnar Sigurðsson, 22.3.2007 kl. 21:27

6 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ekki vitlaus hugmynd um Hval sem lukkudýr Óttarr, þyrftum að vísu að eiga ansi stóra bílskúa.

Egill Rúnar Sigurðsson, 22.3.2007 kl. 22:04

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég hélt hreinlega að það ætti bara alfarið að hunsa mitt komment en bara svara Jökli grænfriðung nei fyrirgefðu ég meina vinstri grænum snú  

Óttarr Makuch, 22.3.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband