Íslandshreyfingin mælist nú í annari könnunni í röð með um 5% fylgi. Þetta fylgi virðist að mestu vera að koma frá VG sem missir 4% frá síðustu könnun. Það er ljóst í mínum huga að ef að ekki verður hægt að mynda vinstri stórn nema með fjórum flokkum, þá mun hún ekki verða að veruleika. Ég teldi það vera mjög jákvætt ef hægt væri að mynda ríkisstjórn án stóriðjuflokkanna beggja, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. En tilkoma Íslandhreyfingarinnar minnkar því miður líkurnar á því. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna stefnu eða málefni hreyfingarinnar, en það sem ég hef heyrt líst mér ágætlega á, heldur einungis að ítreka þá skoðun mína að hreyfingin minnkar möguleika andstæðinga ríkisstjónarinnar á að ná völdum.
Versta mögulega útkoma kosninganna væri auðvitað áframhaldandi stjórn B og D, en sem betur fer eru nú ekki miklar líkur á því. Næstversta útkoman væri stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Slík stjórn myndi sameinast um mjög neikvæða afstöðu til Evrópusambandsins, óbreytt landbúnaðarkerfi með ofurtollum, þrengja að fyrirtækjum í útrás svo eitthvað sé nefnt. Þessir flokkar myndu sem sagt að ég tel og hef sagt áður, draga fram það versta í hvor öðrum. Þjóðin þarf að mínu mati á Samfylkingunni að halda! Útkoma hennar er því miður ekki nógu góð um (19,9%) en ég er þó ekki í vafa um að fylgið muni aukast.
Íslandshreyfingin mælist með með 5,2% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.3.2007 | 23:26 (breytt kl. 23:29) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En Egill, hverja myndirðu vilja sjá með samfylkingunni?
Sigurður Karl Lúðvíksson, 31.3.2007 kl. 13:37
Ég hef talið að VG væri okkar fyrsti kostur, Sigurður, þrátt fyrir ágreining í afstöðu til frelsis á ýmsum sviðum. Held að Samfylkingin gæti miklu frekar en Sjálfstæðisflokkurinn beint VG á rétta braut. Mjög ólíklegt er hins vegar orðið að þessir flokkar nái meirihluta tveir. Að mínu mati er Íslandshreyfingin líka álitlegur samstarfsaðili. En eins og ég hef áður sagt yyrfti ég ekki ólíklegt að ef kosningarnar fara í líkingu við þessa skoðanakönnun þá muni Samfylkingin fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað ekki það sem mínir menn lögðu upp með en þyrfti ekki að vera slæm stjórn.
Egill Rúnar Sigurðsson, 31.3.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.