Góður stjórnmálamaður er umdeildur!

Ingibjörg SólrúnÞað hversu fáir eru neikvæðir gagnvart Geir Haarde bendir fremur til þess í mínum huga að hann sé ekki mjög góður stjórnmálamaður.  Davíð var öflugur stjórnmálamaður, sennilega einn snjallasti stjórnmálamaður sem Ísland hefur alið og þetta segi ég þó að ég hafi verið eindreginn andstæðingur hans í stjórnmálum.  Hann var hins vegar lengst af óvinsælasti stjórnmálamaður landsins ásamt því að vera sá vinsælasti, menn voru annað hvort með honum eða á móti.  Að mínu  mati er það svo um góða stjórnmálamenn, menn "elska þá" eða "hata". 

Að sama skapi er það frekar til marks um það hversu góður eða öflugur stjórnmálamaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er, hversu illa hún er liðin af pólitískum andstæðingum.  Ef hún ógnaði á engan hátt stöðu hinna flokkana og væri lélegur foringi og stjórnmálmaður væri þá nokkur ástæða fyrir fylgismenn þeirra að hafa jafn illan bifur á henni og raun ber vitni?! 

Það er hins vegar ákveðið áhyggjuefni fyrir okkur Samfylkingarfólk hversu fáir eru jákvæðir gagnvart Ingibjörgu, eða einungis 28%.  Í mínum huga staðfestir þetta hins vegar það að einbeittur vilji Sjálfstæðisflokksins og aðilum honum tengdum til að knésetja Ingibjörgu sem stjórnmálamann, hefur skilað árangri.  Þá er hún auðvitað líka táknmynd stjórnarandstöðunar, sem leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og næst stærsta flokks þjóðarinna.  Sjálfstæðismenn geta ekki hugsað þá hugsun til enda að annar flokkur verði jafnstór eða stærri en hann og leggja allt í sölurnar til að svo verði ekki.  Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir færu í stjórn með VG næst til þess að halda Samfylkingunni í stjórnarandstöðu og reyna að tryggja valdahlutföllin í sessi.


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Er flokkurinn þinn að byrja með það sama og Framsókn keyrði sem mest á fyrir nokkrum vikum síðan þe formanseineltið!  Frekar ódýrt.

Óttarr Makuch, 10.4.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er of mikil einföldun Egill. Sjáflstæðisflokkurinn þarf að hafa 72% fylgi til að geta haldið "vinsældum" Ingibjargar í 28% ekki satt? Þú verður að hafa fleiri samnefnara í þessu dæmi. Það er kominn tími til að viðurkenna að tími Ingibjargar er einhvern veginn ekki núna, hvort hún er búin að "drekka út" sínar vinsældir getum við ekki dæmt um. Ég segi fyrir mína parta að álitlegu forystukonurnar í Samfylkingunni eru Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín Júlíusdóttir. Önnur sökum flekklausrar langrar reynslu, staðfestu og heiðarleika og hin fyrir geðþekka framkomu, málefnalegan málflutning og huggulegt útlit.

Haukur Nikulásson, 11.4.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Þá átt væntanlega við Davíð Oddsson!

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 13.4.2007 kl. 00:04

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Sælir félagar, er búinn að vera í "útlegð" í Ólafsvík, netsambandslaus og í litlu sambandi við umheiminn, hef því ekki getað bloggað, né svarað athugasemdum.  Ódýrt eða ekki ódýrt Óttarr, þá upplifi ég þetta svoldið svona í gegnum fjölmiðla, með réttu eða röngu!  Rétt hjá þér Hallur, svona er þetta og svona verður þetta!  Jóhanna og Katrín eru vissulega frambærilegar konur en ég held að við verðum að gefa Ingibjörgu a.m.k. eitt tækifæri í ríkisstjórn til að sína hvað í henni býr, það er einfaldlega mín skoðun og ég tel að hún muni standa sig með miklum sóma.  Að sálfsögðu var ég að tala um Davíð Oddson Sveinn, það er bara einn Davíð þegar að stjórnmálaumræðunni kemur!

Egill Rúnar Sigurðsson, 13.4.2007 kl. 23:27

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Það sem ég meina með því að segja ódýrt er að mér hefur alltaf fundist það frekar hallærislegt þegar menn fara að tala um það þegar fólk sem eru formenn flokka séu lagðir í einelti.   Formenn flokkanna eru og verða sú manneskja sem allir benda á ef vel gengur og að sjálfssögðu þegar illa gengur.  Ef fólkið hinsvegar þolir ekki pressuna að vera í framlínunni og þá eiga þau að stíga til baka og vera í baksveitinni.  En að tala um ef fjölmiðlar tala um viðkomandi eða við viðkomandi að sá eða sú sé þá lögð í einelti.... come on

Óttarr Makuch, 14.4.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband