Óskandi að framsóknarmenn standi við þetta!

Óskandi væri að framsóknarmenn stæðu við það að fara ekki í áframhaldandi stjórn með Sjálfstæðisflokknum nema að þeir fái 17% fylgi hið minnsta eins og Guðni Ágústsson heldur fram.  þetta segi ég í ljósi þess að ég hef ekki nokkra trú á því að þeir fái nema í mesta lagi 10-12% fylgi í komandi kosningum. Versta mögulega niðurstaða fyrir þjóðina að mínu mati væri áframhaldandi stjórn þessara þreyttu helmingaskiptastjórnar, þar sem sérhagsmunir eru látnir ráða í stað almannahagsmuna.

Ég hef hins vegar ekki nokkra einustu trú á því að Framsóknarflokkurinn standi við þessi orð Guðna.  Í mínum huga er það kristaltært að sama hver atkvæðatalan verður hjá þessum flokkum, þá munu þeir halda áfram samstarfi fái þeir til þess meirihlutafylgi. Það er t.a.m. ótrúlegt en satt að Framsókn reynir ekki einu sinna að "endurheimta" vinstra fylgið, þeir hafa algjörlega gefist upp, enda kannski skiljanlegt! 


mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband