Fylgisaukning D lista og það þrátt fyrir Árna Johnsen!

Sjálfstæðisflokkurinn bætir verulega við sig fylgi í Suðurkjördæmi, skv. skoðanakönnun Capasent Gallup og þetta gerist þrátt fyrir veru Árna Johnsen á listanum! En Árni er sem kunnugt er í 2. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að jafn siðlaus maður og ég tel Árna Johnsen vera, á ekkert erindi á Alþingi á nýjan leik! Ég er satt best að segja mjög undrandi á því að vera Árna á listanum skuli ekki minnka fylgi flokksins. En kannski eru sunnlenskir kjósendur svona yfirmáta umburðarlyndir!

Hvað minn flokk, Samfylkinguna varðar, þá var rangt farið með að hún væri að tapa 2 mönnum frá síðustu kosningum, vorum með 3 kjördæmakjörna menn í síðustu kosningum, ekki 4 eins og haldið var fram en fengum einn uppbótarþingmann, sem gæti hæglega gerst aftur. Í raun er staða Samfylkingarinnar nokkuð ásættanleg, svipuð staða og 3 vikum fyrir síðustu kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband