Bjarni Ben ver spillinguna um veitingu ríkisborgararéttar.

Mál þetta er allt hið einkennilegasta og lyktar sannarlega af spillingu.  Samkvæmt gögnum sem Kastljósið hefur undir höndum, liðu 10 dagar, frá því að stúlkan umrædda, lagði inn umsókn um ríkissborgararétt og þar til hún hafði fengið hann.  En samkvæmt vinnureglum Dómsmálaráðuneytisins á þetta ferli að taka 5-6 mánuði!  Hvernig eiga menn að geta annað en talið þetta óeðlilega málsmeðferð. 

Bjarni Benidiktsson, formaður Alsherjanefndar var í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Kastljósinu um þetta mál og átti greinileg í vök að verjast, en hann reyndi eftir fremsta megni að réttlæta málsmeðferðina, en var að mínu mati ekki sannfærandi.  Jóhanna stóð sig ágætlega í að spyrja hann en ég hafði það þó á tilfinnungunni að þetta væri henni ekki auðvelt, en kannski er það bara ímyndun í mér.

Ég vill þó ekki ganga svo langt að segja að Bjarni Ben, Guðjón Ólafur og Guðrún Ögmundsdóttir hafi vitað um tengsl Jónínu Bjartmars Umhverfisráðherra, eins og Sigurjón Þórðarson alþingismaður Frjálslyndra hefur gert.  Það veit ég vitaskuld ekki og dettur ekki í hug að gefa mér það fyrirfram að alþingismenn segi ósatt.  Hitt er þó alveg ljóst að málið er vont, hvernig sem á það er litið og lyktar, eins og áður segir af spillingu.


mbl.is Umsóknir um ríkisborgararétt afgreiddar ágreiningslaust innan allsherjarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Mikið er ég hissa á því að þér hafi ekki þótt hann sannfærandi... Heldurðu að hann hafi getað fært einhver rök, gögn eða annað svo þú hefðir orðið sannfærður?  Ég held ekki, þetta lyktar af því að Samfylkingin sé að reyna gera þetta að einhverskonar kosningamáli... sem er frekar einkennilegt þar sem Samfylkingin stóð að þessari leyfisveitingu einnig. 

Óttarr Makuch, 3.5.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Alls ekki verið að reyna að gera þetta kosningamáli, en hugsanlega hefur þetta einhver áhrif á niðurstöður kosninganna einkum þó hvað varðar Framsókn.  Það er spillingarlykt af málinu og dapurlegt að menn fari út það að verja þetta!

Egill Rúnar Sigurðsson, 3.5.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Þú ert þá væntanlega að tala um þegar Guðrún Ögmunds Samfylkingarmanneskja var að reyna að réttlæta þetta ... eða hvað?

Óttarr Makuch, 4.5.2007 kl. 10:02

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Nei Óttar, ég er að sjálfsögðu fyrst og fremst að tala um formann alsherjanefndar og sjálfstæðismann og framsóknarmenn.  Trúir því t.a.m. einhver að Guðjón Ólafur þekki ekki heimilisfang flokkssystur sinnar og ráðherra flokksins?! En stúlkan var með skráð lögheimili á heimili ráðherra.  Þið grafið ykkur einfaldlega í skítinn með Framsóknarmönnum og tapið örugglega fylgi í næstu skoðanakönnun!  Hvað Guðrúnu varðar, þá ætla ég ekkert fekar að verja hana, og fordæmi hennar þátt í málinu ef hún hefur tekið þátt í spillingunni og ég segi ef, þar sem að óyggjandi sannanir hafa ekki komið fram.  Kannski var þetta mál bara álíka mikil tilviljun og það væri fyrir mig að vinna 130 milljónir í víkingalottóinu!

Egill Rúnar Sigurðsson, 4.5.2007 kl. 21:49

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Til hamingju með lottóvinningin !

Óttarr Makuch, 6.5.2007 kl. 16:37

6 identicon

ég held að bæði Bjarni og Guðrún hafi látið þetta mál renna athugasemdalaust í gegn til að geta notað það í kosningabaráttuni. Það var mikill dómgreindarskortur hjá Jónínu að gefa þetta færi á framsókn þó ég harmi það svo sem ekki

samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 20:06

7 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Nei, ég held að fáir gráti afhroð Framsóknar!

Egill Rúnar Sigurðsson, 9.5.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband