Forsetinn kemst vonandi á ról fyrir þingkosningar!

Ólafur Ragnar Grímsson.Vonandi batnar Ólafi forseta, sem fyrst.  Ekki vildi ég að þau Geir Haarde og Sólveig Pétursdóttir ákvæðu það hvaða flokkur fær umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningar!  En sú yrði raunin skv. stjórnarskrá, ef forsetinn væri veikur og gæti ekki sinnt skyldum sínum.


mbl.is Forsetinn við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér var ekki neitt sérstaklega órótt vegna þreytu forsetans. Ekki frekar en vegna hvers annars. Það er nú ekki eins og karlinn sé ómissandi !?!?!  Gerir kannski helst karlmennsku skömm til eins og þegar var stumrað yfir honum löskuðum á handlegg í reiðtúrnum forðum, eins og hann væri lífshættulega slasaður.

Forsetinn ræður engu um hverjir ákveða að vinna saman eftir kosningar og mynda meirihluta  -- AKKÚRAT EKKI NEITT .

Siggi (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 01:39

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Ertu að segja að forsetinn sé meira hliðhollur Samfylkingu og Vinstri Grænum en aðrir?

Eiga þessi mál ekki að vera hafinn yfir persónulegar skoðanir?  En miðað við þetta blogg telur þú svo ekki vera hvorki með Geir, Sólveigu eða þreytta forsetann?

Óttarr Makuch, 7.5.2007 kl. 09:01

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég er ekki að segja að Ólafur sé eða verði hlutdrægur eins og Morgunblaðið og Ásta Möller vilja meina (Ásta skipti reyndar um skoðun). Hins vegar, með fullri virðingu, treysti ég ekki Geir og Sólveigu til að afhenda "réttum flokki" stjórnarmyndunarumboðið. Það getur hugsanlega skipt miklu máli hver fær umboð til stjórnarmyndunar, nema menn hafi einfaldlega ákveðið fyrirfram hvernig þetta eigi að vera.

Egill Rúnar Sigurðsson, 7.5.2007 kl. 14:10

4 identicon

ég hélt að Ólafur væri orðinn sjálfstæðismaður allaveganna man ég að hann hrósaði Davíð fyrir góða efnahagsstjórn og stöðuleika í þingsetningaræðu fyrir nokkrum árum (það var reyndar áður en fjölmiðlalögin voru í umræðunni)

samúel sig (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:03

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hef nú takmarkaða trú á því að Ólafur sé orðinn Sjálfstæðismaður Samúel.

Egill Rúnar Sigurðsson, 9.5.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband