Samfylkingin í sókn! Hrun blasir við Framsókn!

Könnun 070707Þessi könnun staðfestir það sem ég hef fundið fyrir og haldið fram að hlyti að gerast, þ.e. að Samfylkingin myndi auka fylgi sitt.  Það er ljóst að Samfylkingunni er að takast að "endurheimta" kvennafylgið frá VG (skv. könnunum) og nú er bara að hífa upp karlafylgið.  Kosningabarátta flokksins hefur verið mjög skynsamleg, öll á jákvæðu nótunum. Afrakstur mikillar stefnumótunarvinnu er að koma í ljós. 

Framsóknamenn hljóta hins vegar að vera að fara á taugum!  Ef þetta verða úrslit kosninganna væri það meiriháttar áfall fyrir flokkinn.  Örvænting þeirra nú, birtist m.a. í því að reyna að höfða til þeirra sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram að starfa með Framsóknarflokknum, með því að "hóta" því að þeir munu ekki fara í stjórn ef þeir fá jafn lítið fylgi og skoðanakannanir eru að sína.  Þeir létu það nú ekki aftra sér frá því að leiða Sjálstæðisflokkinn til valda í Borginni á ný að fá rúm 5% og merja inn einn mann, því skyldu þeir þá gera það nú?  Hins vegar væri það auðvitað mjög óskynsamlegt af þeim að fara í stjórn með 10% fylgi eða minna, en skynsemin hefur nú ekki verið að þvælast mikið fyrir þeim fram að þessu!

Kjarni málsins, að mínu mati, er sá að sú hætta er yfirvofandi að þetta þreytta samstarf helmingarskiptana haldi áfram í fjögur ár í viðbót.  Hátt í 70% kjósenda vilja hins vegar breytingar skv. skoðanakönnunum.  Því held ég þegar að fólki er orðin þessi hætta ljós, muni fylgi Sjálfstæðisflokksins dala jafnt og þétt fram á kjördag.  Það er engin ástæða til annars en að ætla að ríkisstjórnin haldi áfram eftir kosningar fái hún til þess meirihluta.  Framsókn hleypur endalaust upp í fangið á íhaldinu og ég sé engin merki um að Sjálfstæðismenn ætli að sparka maddömunni!


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta hlýtur nú samt að vera gríðarlegt áfall fyrir samfylkinguna að fara lóðrétt niður með framsókn

samúel sig. (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 20:15

2 identicon

þetta hlýtur nú samt að vera gríðarlegt áfall fyrir samfylkinguna að fara lóðrétt niður með framsókn

samúel sig. (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 20:16

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hvað meinarðu!  Lóðrétt niður?!  Við erum í bullandi uppsveiflu!  Nýjasta könnunin frá Félagsvísindastofnun sýnir okkur síðan með tæp 30% og nánast komin í kjörfylgi!

Egill Rúnar Sigurðsson, 9.5.2007 kl. 22:59

4 identicon

já ekki var neðar komist miðað viðþað sem á undan er gengið

samúel sig (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband