Út með Framsókn!

Það er ekki hægt að túlka niðurstöðu kosninganna öðruvísi en svo að þjóðin hafi viljað Framsóknarflokkinn út úr ríkisstjórn.  Flokkurinn beið sinn versta ósigur í sögu flokksins og hlaut enga þingmenn í Höfuðborginni.  Meira að segja formaður flokksins náði ekki kjöri!  Ef flokkurinn ætlar síðan að halda áfram í ríkisstjórn eftir þetta skelfilega afhroð, þá er það bæði siðlaus og óklókt af þeim.  Þjóðin mun ekki sætta sig við það og Framsóknarflokkurinn mun þá líklega þurkast alveg út af þingi í næstu kosningum. 

Það væri einnig mjög óklókt af Sjálfstæðisflokknum, sem vann ágætan sigur í kosningunum, að halda áfram með þessum flokki.  Óvinsældir Framsóknarflokksins munu á endanum draga Sjálfstæðisflokkinn niður í fylgi.  Þá er eins þingsæta meirihluti víðsjárverður að þurfa t.a.m. að treysta á fólk eins og Árna Johnsen, Bjarna Harðarson og Sif Friðleifsdóttir, svo einhverjir séu nefndir.  

Ef ríkisstjórnin heldur áfram mun það að vísu einnig hafa jákvæðar afleiðingar. Samfylkingin mun vinna stórsigur í næstu kosningum og fá yfir 40% atkvæða og standa uppi með pálmann í höndunum!  En mikið rosalega verða þá næstu fjögur ár leiðinleg, með þessa ömurlegu ríkisstjórn við völd, ríkisstjórn sem eingöngu er mynduð utan um völd, ekki málefni.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Ríkisstjórnin of veik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Mikið var þetta hóflega mælt "sem vann ágætan sigur í kosningunum"  Sjálfstæðisflokkurinn vann einfaldlega stórsigur í þessum kosningum ásamt Vinstri grænum - Stórsigur.

En nú er spurningin hvað formaður Samfylkingarinnar gerir þe ef flokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn eins og allt bendir til.  Hún hefur bæði fullyrt að hún ætlaði sér að koma flokknum í 30% fylgi sem og koma honum í ríkisstjórn.  Hvorugt af þessum markmiðum náðust heldur minkaði fylki flokksins, spurning hvort hennar pólitíska líf sé ekki lokið og kominn tími til þess að hleypa öðrum konum eða mönnum að í formansstólinn - Hugsanlega er Össur reyðubúinn til þess að taka þetta krefjandi verkefni að sér aftur þe að reyna auka fylgi Samfylkingarinnar.

Óttarr Makuch, 15.5.2007 kl. 08:54

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég myndi nú ekki tala um stórsigur ykkar manna Óttarr.  Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu fylgi í kosningunum 2003 og fylgi ykkar hefur nú oft verið meira en þetta og aldrei eins mikið um útstrikanir og nú.  En vissulega ágætur sigur, sérstaklega miðað við að hafa verið í stjórnarforystu í nær samfellt 16 ár.

Hvað ISG og Samfylkinguna varðar, þá er ég ekki enn úrkula vonar um að ykkar menn beri gæfu til að teita til hennar um samstarf og sýna þannig djörfung, stórhug og framsýni.  Slík stjórn yrði stjórn breytingar, ekki stöðnunar.  Þörf er á sterkri stjórn til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.  Samfylkingin vann varnarsigur í kosningunum, tókst að auka fylgið um heil 8% á 6 vikum, eftir að hafa lent í miklu andstreymi. Árangur okkar er þriðji besti árangur vinstriflokks á Íslandi.  Athyglisvert er að fylgi VG var það sama og Alþýðubandalagsins í síðustu kosningum þess.  Samfylkingin er þá að fá sem svarar fylgi Alþýðuflokksins, kvennalistans og hluta af því fylgi sem Framsóknarflokkurinn hafði áður.  Flokkurinn hefur styrkt sig í sessi sem lykilflokkur í íslenskum stjórnmálum og jafnaðarmannaflokkur af líkri stærð og samskonar flokkar í Evrópu.   

Egill Rúnar Sigurðsson, 15.5.2007 kl. 19:40

3 Smámynd: Óttarr Makuch

vissulega yrði sú stjórn - stjórn breytingar, sérstaklega þegar Samfylkingin hefur verið að skipta um skoðun á viku fresti undanfarna mánuði - spurningin er því kannski sú hvort Samfylkingin ætlist til þess að ný "stjórnarsáttmáli" sé undirritaður í hádeginu á hverjum föstudegi?

Útrstrikanir þekkið þið vél í Samfylkingunni, má ég minna þig á tvo frambjóðendur ykkar í Reykjavík fyrir nokkrum árum - mig minnir svei mér þá að þið hafið hunsað vilja kjósenda þar algjörlega eins og yfirleitt þegar borgarmálin eru annars vegar.  Til dæmis með að lofa skattalækkunum en hækkað skattanna á fyrsta virka degi eftir kosningar.

Óttarr Makuch, 16.5.2007 kl. 08:45

4 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér í stefnumálum sínum. Þjóðin hefur hins vegar kveðið upp þann dóm að Framsókn fylgi ekki sínum.

Jón Sigurgeirsson , 16.5.2007 kl. 16:47

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Heyr, heyr Jón!  Nákvæmlega það sem ég er að segja!  Þú getur nú ekki neitað þessu Óttarr?

Hvað Samfylkingu varðar, er þessi ásökun um að við séum alltaf að skipta um skoðun eða breyta um stefnu, orðin ansi þreytt og í rauninni hlægileg.

Egill Rúnar Sigurðsson, 17.5.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband