Held að spilling sé töluverð á Íslandi.

Ísland var a.m.k eitt spilltasta ríki í Evrópu og var þar í flokki með löndum eins og Ítalíu.  Á þriðja og fjórða áratugnum val fyrirgreiðslupólitík í hámarki hér, þar sem tengsl stjórnmála og samfélags voru gríðarlega mikil og stjórnmálin gegnsýrðu í rauninni allt samfélagið.  Í Reykavík var til að mynda til eitt öflugasta fyrirgreiðslukerfi landsins fyrir atbeina Sjálfstæðisflokksins sem að réð lögum og lofum og hélt einn völdum nær óslitið frá stofnun flokksins 1929 og til ársins 1994 fyrir utan eitt kjörtimabil 1978-1982.  Þarna var til gífurlega öflugt valdakerfi flokksins þar sem skilin á milli stjórnsýslu Reykavíkurborgar og skipulag flokksins voru mjög óljós.  Ég skrifaði einmitt BA ritgerð um þetta efni sem ber heitið:  Valdakerfi Reykjavíkurborgar - Valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1930-1994.  Ég ætla þó ekki að fara nánar út í efni hennar hér og nú.

Vissulega hefur spillingin minnkað mikið síðan en ég held að talsverð spilling sé enn til staðar, hún er bara vel eða betur falin en áður.  Stöðuveitingar, lóðaúthlutanir, og framkvæmdir á vegum hins opinbera, svo eitthvað sé nefn, fara enn að einhverju leiti fram á vegum stjórnmálaflokkana að ég tel.  Ég myndi gjarnan vilja vita hvernig þessi könnun  er unnin, því ég dreg niðurstöður hennar í efa, en gott er ef satt er!

svo
mbl.is Lítil spilling á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband